sunnudagur, mars 23, 2014
Fjallganga
Skelltum okkur uppá Ásfjall með alla og er þetta í fyrsta skiptið sem fjölskyldan fer í fjallgögnu. Það þurfti nú að hjálpa minnsta fólkinu en það var nú lítið mál þar sem ferðin er ekki löng þarna upp ;)
Þrátt fyrir kulda og vind var skemmtilegt að sjá fjörðinn frá þessu sjónarhorni og allir ánægðir með að hafa farið =)
föstudagur, mars 21, 2014
Pókerkvöld undirbúið
Fékk hjálp frá einum ungum & upprennandi (með sixpencara) við að undirbúa póker með Bjólfsmönnum.
Hann var síðan aftur á ferðinni daginn eftir...ekki alveg jafn prúður þegar enginn var að fylgjast með honum ;)
sunnudagur, mars 02, 2014
Nördabörn
Ekki leiðinlegt að til sé nóg af tölvum á heimilinu þegar allir vilja spila saman Minecraft ;)
Það hefur sína kosti að hafa undarlegan áhuga á að gera upp gamlar Apple tölvur. Þess vegna er ein auka til og ég gæti meira að segja dottið inn með þeim þar sem þau fá ekki að leika sér í vinnuvélinni "minni", enda er hún ekki "mín" ;)
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)