miðvikudagur, apríl 27, 2005

Sólhatturinn til bjargar?

Jæja, þegar að Bjartur fór að ná sér af lungabólgunni datt ég í hálsblógu með tilheyrandi slími og beinverkjum. Sumardagurinn var sólríkur, en ég hafði það bara skítt inni í veikindunum og var ekki kominn á ról fyrr en á laugardagkvöldið. Það er hálf þreytandi hvað ég er veikur fyrir svona hálsbólguvírusum og tekst alltaf að pikka eitthvað upp, ekki nema mánuður síðan ég var síðast veikur. Nú verður látið reyna á sólhatt og sjáum hvort hann hressi ekki eitthvað uppá ónæmiskerfið. Læt mér duga að taka 2 töflur einu sinni á dag. Stórundarleg pakkning á þessu dópi, þar segir 2 töflur 1-4 sinnum á dag, en "mikil" notkun má ekki vera meira en 2 vikur í senn. Gera þetta líklega eins óljóst og hægt er svo fólk kenni sjálfum sér um ef þetta virkar ekki. Skil ekki tilganginn í því að framleiða þetta í töfluformi sem þarf síðan að taka 2 í hvert skipti, held að þetta sé bara eitthvað svindl eins og að láta fólk setja nógu mikið af tannkremi á tannburstann svo það kaupi nýja túpu fyrr.

sunnudagur, apríl 10, 2005

Heiðardalurinn

Fjölskyldan skrapp austur um páskana. Ég tók mér frí í dymbilviku( vikunni fyrir páskahelgina, lærði þetta núlega ) þannig að við höfðum góða viku á Seyðis. Ekki var nú aðkoman í fjörðinn góð þar sem blámi úr bræðslunni lá yfir bænum, en sem betur fer var hann farinn daginn eftir og lét ekki sjá sig meir. Veðrið var gott fyrir austur og höfðum við það afskaplega gott, enda var nóg af fólki á Múlaveginum. Bjartur var nú smá tíma að venjast fólki, og þegar hann var búinn að taka alla í sátt var farið aftur heim. Við erum búin að vera með óþarfa áhyggjur af kallinum. Hann er búinn að fara í gegnum tanntöku, kvef og hjartaskoðun á stuttum tíma, auk þess sem hann hafið lítið sem ekkert þyngst frá lokum febrúarmánaðar. Þannig að hann hefur átt mestan okkar hug og hefur maður verið svona nett á nálum, þótt það hafi verið óþarfi því hann virðist hafa það fínt og kvartar ekki undan neinu. Þannig að við foreldrarnir erum bara sannkallaðir foreldrar með endalausar áhyggjur af barninu =)

Enn það er alltaf nóg að gera, sem sannast á því að hér er sjaldan ritað, þar sem tíminn fer í annað =)