sunnudagur, apríl 10, 2005

Heiðardalurinn

Fjölskyldan skrapp austur um páskana. Ég tók mér frí í dymbilviku( vikunni fyrir páskahelgina, lærði þetta núlega ) þannig að við höfðum góða viku á Seyðis. Ekki var nú aðkoman í fjörðinn góð þar sem blámi úr bræðslunni lá yfir bænum, en sem betur fer var hann farinn daginn eftir og lét ekki sjá sig meir. Veðrið var gott fyrir austur og höfðum við það afskaplega gott, enda var nóg af fólki á Múlaveginum. Bjartur var nú smá tíma að venjast fólki, og þegar hann var búinn að taka alla í sátt var farið aftur heim. Við erum búin að vera með óþarfa áhyggjur af kallinum. Hann er búinn að fara í gegnum tanntöku, kvef og hjartaskoðun á stuttum tíma, auk þess sem hann hafið lítið sem ekkert þyngst frá lokum febrúarmánaðar. Þannig að hann hefur átt mestan okkar hug og hefur maður verið svona nett á nálum, þótt það hafi verið óþarfi því hann virðist hafa það fínt og kvartar ekki undan neinu. Þannig að við foreldrarnir erum bara sannkallaðir foreldrar með endalausar áhyggjur af barninu =)

Enn það er alltaf nóg að gera, sem sannast á því að hér er sjaldan ritað, þar sem tíminn fer í annað =)

Engin ummæli: