föstudagur, nóvember 28, 2003

Sagt skilið við Vefsýn

Jæja, þá er seinasta vinnudeginum mínum hjá Vefsýn að ljúka. Vefsýn hefur reynst mér góður vinnuveitandi frá því í lauk fyrsta ári í tölvunarfræðinni fyrir nokkrum árum en nú er kominn tími til að ég afli mér nýrrar reynslu á nýjum stað. Við Vefsýnarmenn ætlum að eyða þess sem eftir lifir af degi í góðum félagsskaps hvors annars í borginni. Áætlað er að snarla, taka nokkur poolskot með bjór og taka svo veglegan kvöldverð á einhverju fínu veitingahúsi í bænum. Þakka ég Vefsýn fyrir liðin ár og óska því og starfsmönnum alls hins besta í framtíðinni.

mánudagur, nóvember 17, 2003

Innflutningspartý haldið

Um daginn héldum við innflutningspartý þar sem nokkuð af fólki mætti. Logi var reyndar hálf þunnur eftir afmælisveistu dagsins áður þannig að myndavélin gleymdist alveg og mikill rólegheit voru yfir partýinu, líklega vegna þess hversu róleg við vorum. En margir kíktu bara inn í stutt stopp og stelpurnar voru þær einu sem héldu upp djammheiðri unga fólksins. En við tókum nokkrar myndar af íbúðinni, þetta er að vera íbúðarhæft sem og fylgja myndir af gjöfum sem við fengum :)

mánudagur, nóvember 10, 2003

Afmælisuppákoma

Hugi átti afmæli á sunnudaginn þannig að við "drógum" hann á Ara í Ögri þar sem valdir menn komu og kíktu á kallinn. Þegar líða tók á kvöldið fækkaði í hópnum og á endum vorum við bara þrír eftir, ég, Hugi og Siggi, en það stóð ekki í vegi fyrir mikilli skemmtun. Þökk sé myndavélinni tókst að festa flestar uppákomur kvöldisns á filmu en ekki hefur verið ákveðið hvort þær fái að fara fyrir augu almennings, í dag eru þær aðeins fyrir þá sem voru á staðnum, og tóku þátt í herlegheitunum. Okkur tókst s.s. að skemmta okkur konunglega fram eftir kvöldi en skildum svo þegar miðnætti sló. Má vera að þetta skrall hafi tekið svoldið orkuna úr mér fyrir innflutningspartýið á laugardaginn...

þriðjudagur, nóvember 04, 2003

Innflutningspartý...

Jæja, þá er loksins komið að því að halda uppá nýja heimilið. Það verður haldið uppá það nú nokkrum vikum eftir að við fluttum inn og öllum vinum, vandamönum og velunurum boðið. Ætlum að reyna að klára gluggatjöld og eldhússkápana áður en innflutingsparýið verður, það væri skemmtilegra að ná því. En þetta verður vonandi heljarinnar partý, þótt að ekki komist allir, en það verður seint hægt að skipuleggja eitthvað þannig að allir komast sem maður hefði viljað, enda er þetta nú kanski ekki svo stór íbúð til að taka á móti öllum sem við þekkjum :)
Ég er nú ekki duglegasti maðurinn að bjóða fólki þannig að ef þér og þínum hefur ekki veirð boðið endilega hafðu samband við mig fyrir helgi =)