mánudagur, nóvember 10, 2003

Afmælisuppákoma

Hugi átti afmæli á sunnudaginn þannig að við "drógum" hann á Ara í Ögri þar sem valdir menn komu og kíktu á kallinn. Þegar líða tók á kvöldið fækkaði í hópnum og á endum vorum við bara þrír eftir, ég, Hugi og Siggi, en það stóð ekki í vegi fyrir mikilli skemmtun. Þökk sé myndavélinni tókst að festa flestar uppákomur kvöldisns á filmu en ekki hefur verið ákveðið hvort þær fái að fara fyrir augu almennings, í dag eru þær aðeins fyrir þá sem voru á staðnum, og tóku þátt í herlegheitunum. Okkur tókst s.s. að skemmta okkur konunglega fram eftir kvöldi en skildum svo þegar miðnætti sló. Má vera að þetta skrall hafi tekið svoldið orkuna úr mér fyrir innflutningspartýið á laugardaginn...

Engin ummæli: