þriðjudagur, nóvember 04, 2003

Innflutningspartý...

Jæja, þá er loksins komið að því að halda uppá nýja heimilið. Það verður haldið uppá það nú nokkrum vikum eftir að við fluttum inn og öllum vinum, vandamönum og velunurum boðið. Ætlum að reyna að klára gluggatjöld og eldhússkápana áður en innflutingsparýið verður, það væri skemmtilegra að ná því. En þetta verður vonandi heljarinnar partý, þótt að ekki komist allir, en það verður seint hægt að skipuleggja eitthvað þannig að allir komast sem maður hefði viljað, enda er þetta nú kanski ekki svo stór íbúð til að taka á móti öllum sem við þekkjum :)
Ég er nú ekki duglegasti maðurinn að bjóða fólki þannig að ef þér og þínum hefur ekki veirð boðið endilega hafðu samband við mig fyrir helgi =)

Engin ummæli: