föstudagur, nóvember 28, 2003

Sagt skilið við Vefsýn

Jæja, þá er seinasta vinnudeginum mínum hjá Vefsýn að ljúka. Vefsýn hefur reynst mér góður vinnuveitandi frá því í lauk fyrsta ári í tölvunarfræðinni fyrir nokkrum árum en nú er kominn tími til að ég afli mér nýrrar reynslu á nýjum stað. Við Vefsýnarmenn ætlum að eyða þess sem eftir lifir af degi í góðum félagsskaps hvors annars í borginni. Áætlað er að snarla, taka nokkur poolskot með bjór og taka svo veglegan kvöldverð á einhverju fínu veitingahúsi í bænum. Þakka ég Vefsýn fyrir liðin ár og óska því og starfsmönnum alls hins besta í framtíðinni.

Engin ummæli: