mánudagur, desember 01, 2003

Nýr vinnustaður

Fyrsti vinnudagurinn hjá Hug. Þá hef ég formlega hafið nýtt starf og var fyrsti vinnudagurinn í dag. Það er svoldið undarlegt að hafa ekki Vefsýnarfélagana í kringum sig eins og maður hefur verið vanur undanfarna mánuði, og ár. Við tókum gott kveðjukvöld á föstudgainn, lágmenninguðumst í pool, hámenninguðumst í fínum mat á Hereford og þjóruðum svo öl með almúganum á Ara. Þetta var háfleygt kvöld þar sem miklar umræður um aldamót, tilgang og upphaf alheims báru ábyggilega á góma og var mikið skeggrætt með ýmsum nefjum. En nú verður maður ekki í jafn miklum samskiptum við Vefsýnarmenn sem er að vissu leiti leitt. Dagurinn var fremur rólegur, er að koma mér fyrir, kynnast fólki, og PC uppá nýtt, en þetta er enginn MAC vinnurstaður :)
Hingað er ég þá kominn í stórfyrirtæki, á íslenskan mælikvarða, eins og ég hafði ætlað mér eftir útskrift. VOnum að þetta verði gæfuríkt samband á nýjum stað.

Engin ummæli: