miðvikudagur, ágúst 27, 2003

Bækur til sölu!!!

Nú er verið að taka aðeins til í skólabókunum og ath. hvort einhverjir aðrir hafi áhuga á að eignast þessar bækur á góðu verði. Þarna kennir ýmissa grasa, þýðendur, forritun, stærðfræði, tölvunet og öryggi, línuleg algebra...en hvað það er gott að vera búinn með skólann...í bili a.m.k. Hef alltaf stefnt að BS í CS en ekkert meir, veit ekki hvað maður fer í í framhaldinu, en það er ekkert sem ég ætla að gera á morgun, nú er tími til að koma sér fyrir og slappa aðeins af frá nami. Gott verður að geta haldið uppá afmæli í lok árs í stað þess að þurfa að vera að hanga fyri prófum og prófalestri.

mánudagur, ágúst 25, 2003

Menningarnótt 2003

Var að setja inn myndir frá Menningarnótt 2003 þar sem við grilluðum heima hjá Matthildi. Berglind mætti með sína gutta, Eyrún og Jobbi, Anna og Gunni, auk Matta og Vigdísar. Eftir mat var kíkt í bjór og fólk byrjaði að dansa. Einhver fékk svo þá "snilldar" hugmynd að fara niðrí bæ. Ég reyndi að veita mótspyrnu við þeirri hugmynd með því að reyna að fela mig í inní eldhúsi og gleymast en var dreginn nauðugur viljugur í leigubílinn. Það var pakkað í bænum auðvita, en hitti Braga trommara, Baldur berfætta og Finn netverja. Síðan var það bara skyndibiti frá helvíti og leigubíll aftur heim :)

Sjóræningjalíf

Fórum á Pirates of the Carribean í gær með Matta, Önnu & Gunna. Ákaflega vel gerð mynd og fínast skemmtun, Johnny Depp góður að vanda, og allt gott að segja um myndina, þótt hún hafi hafty hinn dæmigerða Hollywood endi. Alltaf haft mjög gaman að Depp-num síðan ég sá hann í Cry-Baby, Edward Scissorhands var einnig fín, og Fear and Loathing in Las Vegas var eitt af hans betri verkum.

Enn styttist í að farið verður að taka íbúðina í gegn, en ekki komið á hreint hvenær leigjandinn fer alveg út, á eftir að heyra í honum um það.

sunnudagur, ágúst 24, 2003

Tölvuleikjavesen

Bína fór að vinna í morgun, á sunnudagsmorgni, aukavakt á Hrafnistu. Þannig að ég fór að hitta Björn og spila tölvuleiki fram yfir hádegi. En það er ekkert að ganga allt of vel, hann með PC ég með MAC, reyndar höfum við gert það oft áður með góðum árangri en Björn er kominn með nýja vél, lappa, og vélarnar okkar virðst ekki vilja vera vinir enn sem komið er. Nú er verið að vinna í málinu á tveimur stöðum í bænum.

mánudagur, ágúst 18, 2003

Oh, var að vona að Bína kæmi á netið aftur í dag. Hún er byrjuð aftur að kenna, en hún hefur ekki tengt sig í dag :( því ég sé hana ekki fyrr en seinst í kvöld, þ.s. Vefsýnarmenn+Kári eru að fara að spila Axis & Allies.

þriðjudagur, ágúst 12, 2003



Hvað gerði hann Smu smu ekki um verslunarmannahelgina. Bjó hann ekki til svona rosalega flottan leik um mig og Huga. Þetta er nú bara svo flott að ég verð að pósta þessu hér.

mánudagur, ágúst 11, 2003

Kominn heim í RVK og til vinnu. Ánægjulegt að koma heim í ljósadýrð höfuðborgarsvæðisins. Í tilefni heimkomu fóum við á pizza hut í gær og síðan í bíó...gott að komast heim eftir langa ferð. Skemmtilegt að segja frá þessu líka: The mouse was unveiled by research scientist Douglas C. Engelbart in 1968, and was originally called an "X-Y Position Indicator for a Display System"!.

miðvikudagur, ágúst 06, 2003

Halló, halló, halló...ekki Akureyri, heldur austurland...verst að maður er orðinn veikur, dæmigert í fríinu sínu, og nú er verið að berjast við að hressast fyrir brúðkaupið næstu helgi. Höfum ætlað okkur að fara á morgun fimmtudag þ.s. brúðkaupið er á föstudaginn, eins gott að maður verði kominn með heilsu þá.

Merkilegt nokk hvað það er gott að vinna á SoloWeb í gegnum módem. Hafði ekki grunað að þetta væri svona hraðvirkt alla leið austur á land í gegnum svona smátengingu.