sunnudagur, ágúst 24, 2003

Tölvuleikjavesen

Bína fór að vinna í morgun, á sunnudagsmorgni, aukavakt á Hrafnistu. Þannig að ég fór að hitta Björn og spila tölvuleiki fram yfir hádegi. En það er ekkert að ganga allt of vel, hann með PC ég með MAC, reyndar höfum við gert það oft áður með góðum árangri en Björn er kominn með nýja vél, lappa, og vélarnar okkar virðst ekki vilja vera vinir enn sem komið er. Nú er verið að vinna í málinu á tveimur stöðum í bænum.

Engin ummæli: