miðvikudagur, maí 15, 2002
Dagurinn er víst runninn upp...USA, USA, USA...ég er nú reyndar ekki enn farinn að sofa, en það fer að gerast. Vaknaði auðvitað með einhver veikindi í hálsi...það verður bara drepið með verkjalyfjum ef þetta verður eitthvað vesen, en virðist ætla að haldast í lágmarki...enn a.m.k. Þarf víst að leggja mig, á eftir að gera eitthvað í fyrramálið áðun en ég fer! Góða nótt Logi.
mánudagur, maí 13, 2002
Jæja jæja jæja...þá eru það bara 3 dagar, þetta er allt að koma...réttara sagt er ég alveg að koma til USA. Það verður fínt, á að kaupa System of a Down fyrir Rakel, hefði ekki dottið til hugar að hún hlustaði á þá? Headphone fyrir Hall, NBA bol með Sprewell á bakinu fyrir Soffíu...hann hlýtur að vera sætur. Eitthvað SouthPark handa Magna. Held að það hafði ekki verið neitt annað ákveðið. Nú er bara að vera duglegur að gera allt sem ég ætlaði að gera áður en ég fer...
föstudagur, maí 10, 2002
þriðjudagur, maí 07, 2002
Alltaf er nú gaman að horfa á Matrix, þótt endirinn sé svona... Annars er lífið fínt þegar maður er í fríi, maður er bara allt of lítið í fríi í lífinu, a.m.k. ég hingað til :) Síðan er það bara USA í næstu viku...hell ye.
Annars var ég nú glaður um daginn. Fann síma um helgina og þegar ég loks kom honum til eiganda síns eftir helgina borgaði hann mér fundarlaun. það er alltaf gaman að eignast reiðufé. Kanski erum við ekki glötum fyrst menn fá týnda síma enn aftur til baka :)
Annars var ég nú glaður um daginn. Fann síma um helgina og þegar ég loks kom honum til eiganda síns eftir helgina borgaði hann mér fundarlaun. það er alltaf gaman að eignast reiðufé. Kanski erum við ekki glötum fyrst menn fá týnda síma enn aftur til baka :)
fimmtudagur, maí 02, 2002
Kíkti í stúdíó um helgina, og ég er kominn með nýja vöru efst á óskalistann. Pro Tools, þvílík snilld. Tónlist er núna fullkomlega auðskiljanleg... í tölvunni :) og allt með mjög þægilegu umhverfi. Þetta verður vonandi gjöfin frá mér til mín í USA, get þá farið að snúa mér aftur að tónlist í staðn fyrir að eyða tíma í skóla og svona...a.m.k. í sumar, verð víst eitt ár til viðbótar í HÍ, enda er það fínn staður...enn um sinn, en held að það sé best að fara að klára þetta af og snúa sér að einhverju öðru.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)