miðvikudagur, desember 15, 2004

Jólaundirbúningurinn

Rosalega gott að vera svona mikið heima við í desember. Jólakortin eru farin út, jólapakkarnir tilbúnir( allir sem eiga að fara austur komnir af stað nema einn) og búið að kaupa jólatré. Við fórum í góða kuldanum í dag og versluðum okkur eitt lítið tré hjá Björgunarsveit Hafnarfjarðar. Það en nú bara rétt yfir einn metrann þannig að við tókum það bara beint í bílinn. Eitthvað hefur líka verið verslað af jólaskrauti og verður engill ofan á tréinu okkar. Mér fannst það bara fínast lausn í stað þess að finna flotta stjöru, en þær stjörnur sem við sáum voru frekar ómerkilegar.

Við feðgar verðum einir heima í kvöld þ.s. Bína er að fara á jólatónleika með stelpunum. Við feðgar ætlum að hafa það gott og líklega verða bara pulsur og bjór í kvöldmatinn :)

laugardagur, desember 11, 2004

Jólaorlofið hafið

Þá er desember vel á veg kominn og sömu sögu er að segja af 2. hluta barnaeignarorlofs sem ég tek í allan desember. Ákaflega ljúft að hafa tíma til að standa í jólastússi, geta vaknað við Bjart á morgnanna og verið með litlu fjölskyldunni okkar allan daginn. Ekki nóg með að desember sé kominn heldur er einnig kominn og farinn afmælisdagurinn minn, en nú er gamli kallinn orðinn 26 ára. Afmælisdagurinn var annasamur og um kvöldið var jólakvöldkaffi haldið hér á Hjallabrautinni. Bína gaf mér PacMan spilakassaleikinn í litlum stýripinna sem ég get tengt við sjónvarpið. Ég var ákaflega ánægður með gjöfina og grunar að þetta hafi líka verið fyrirbyggjandi aðgerðir hjá henni þar sem einhverntíman var ég að tala um að mig langaði að eignast PacMac spilakassa sem ég held að henni hafi ekkert litist á.
Mest allur jólaundirbúningur gegnur vel og ætla ég að athuga hvort ekki sé hægt að höggva tré einhverstaðar hérna á höfuðborgarsvæðinu og fara í smá fjölskylduferð um einhvern af stórskógum landsins :)

þriðjudagur, nóvember 30, 2004

Bústaður að baki

Veikindin voru yfirstigin í vikunni sem leið og endaði sú vika í bústað. Á staðinn mætu Palli&Erla&Óðinn, Guggi&Harpa, Ásdís og Þóra. Fyrsta kvöldið var lífið tekið með börnunum, en Óðinn og Bjartur fóru svo í pössun á laugardeginum. Heilmikið var farið í heita pottinn um helgina og látið fara vel um sig með bjór í hönd. Pólitískar, og ópólitískar, umræður voru til tals á strákakvöldi í pottinum á föstudaginn. Til að komast að endanlegri pólitískri niðurstöðu um ágæti mismunandi pólitískra stefna var tekið Catan uppá framtíð kostninga. Niðurstaðan var að Framsóknarmenn voru eintómir bændur sem rétt svo gátu haldið lífinu í sjálfum sér. Sjálfstæðismenn voru ekkert að halda uppá vini sína í Framsókn og sáu endanlega til þess að þeirra var ekki björg. Hreinsunarstefna hreinræktaðra aría náði ekki fótfestu fyrir hinu gríðarsterku hugmyndafræði kommúnismanns sem fór sigurför um þessa litlu eyju Catan.
Í barnleysinu á laugardaginn var spilað og leikið sér, grillað og tekinn pottur við hvert tækifæri. Sumir tóku snemma að týnast til hvílu í hlý rúmin, á meðan aðrir héldu lengur til í heitum pottinum fram eftir nóttu. Sunnudagurinn tók svo á móti okkur rigningarmikill og svalur þegar þurfti að taka til á pallinum og þrífa pottinn. Við löggðum af stað í bæinn á sama tíma og Ásdís sem var svo óheppin að vera með sprungið dekk og þurfti að keyra á aumingja alla leið inn til Reykjavíkur. Við tókum fram úr henni og bruðum í sjoppu í Hveragerði. Þegar við fórum að nálgast Reykjavík vorum við á eftir 4 bílum sem virtust ekkert vera að flýta sér og hvað þá að reyna að taka fram úr okkar einu sönnu Ásdísi sem leiddi fylkinguna. Bíllinn fyrir framan okkur tók fram úr Ásdísi og fylgdarmanni hennar og við gerðum slíkt hið sama við fyrsta tækifæri. Vitir menn, fylgdarmaðurinn sem ekkert var að stressa sig á hægri keyrslu Ásdísar var gamall kall( gott ef hann var ekki með hatt...amk með hann við hlið sér ). Stuttu seinna vorum við komin í bæinn og tókum smá tíma að renna augum yfir bílalestina sem fylgdu Ásdísi og "herra öldruðum og óstressuðum". Þar mátti líta góðan bílaflota uppá amk 20 bíla sem komu fast á eftir þeim og ábyggilega ekki allir sáttir við herramanninn sem ekkert var að gera sig líklegan að taka framúr hægfara forystubílnum. En við ákváðum að stoppa ekki lengi og virða bílalestina fyrir okkur og komum okkur áður en við lentum aftur í henni.
Þegar við sóttum Bjart til Bödda vissi hann ekki hvort hann ætti að hlæja eða gráta hann var svo glaður að sjá okkur aftur... sem og vorum við =)

mánudagur, nóvember 22, 2004

Komin aftur suður

Þá er fjölskyldan komin aftur suður eftir að hafa verið í góðu yfirlæti hjá Helgu ömmu á Seyðisfirði. Litlu mátti þó mun að ekkert varð af ferðinni austur eftir að hitinn fór af íbúðinni á miðvikudagskvöldið. Kuldakastið fór svo í mig að á fimmtudagsmorgun var ég orðinn veikur og kom hiti ekki aftur fyrr en á föstudagsmorgun. Var heilsan rétt svo nægilega góð til ferða og var ákveðið að láta slag standa og skellt sér austur í myrkrið. Áfengi og verkjatöflur voru óspart nýttar til að halda lífinu í mér yfir helgina og koma mér á einhverja af þeim uppákomum sem á staðnum voru, en samt fór nú mestur tími í að sitja heima í hitanum. Veikindin hafa nú horfið úr hálsinum og hefur þetta verið snýtudagur mikill en ekki get ég þó sagt að hann hafi verið góður. Afskaplega gott að koma heim í heita íbúð, en þegar við fórum var hiti nýkominn í ofnana og seinustu minningar hér voru bara kuldi. Nú fer að koma tími á að leggjast til svefns og vona að vinnuheilsa verði komin í kroppinn í fyrramálið.

miðvikudagur, nóvember 17, 2004

Myrkir dagar um helgina

Þá verður haldið austur á Daga Myrkurs á Seyðisfirði um helgina. Þar verður Afturganga í ljóslausum bænum, leiksýning, hryllingsbíó, kalla- og kellingakvöld, miðlar, myrkraball og útlit fyrir hryllilegt stuð =) Fjölskylduna hlakkar til að komast í gott yfirlæti hjá Helgu ömmu og öðrum á Múlavegnum. Farið verður á hádegi á föstudaginn og ekki komið aftur til borgarinnar fyrr en á hádegi á mánudegi svona til að gera sem mest úr þessari helgarferð, enda kostar sitt að flúga innanlands á Íslandi í dag. Líklega verður þessi ferð í staðin fyrir jólaferðina austur, en í staðin fáum við kanski Helgu ömmu til að kíkja í heimsókn í staðin og kíkja á Bjart =)

sunnudagur, október 31, 2004

Vegamót og leikhús

Starfamannafélag í vinnunni ákvað að fara á Vodkakúrinn með Helgu Brögu og Steini Ármanni um daginn. Við skelltum okkur á Vegamót út að borða, í annað skipti í mánuðinum eftir mjög mikla ánægu með fyrri ferðina. Við vorum ekki svikin, prufuðum bæði nýja rétti og vorum södd og sæl þegar við gegnum út af staðnum. Síðan var haldið á sýninguna sem okkur fannst þegar upp var staðið fín, ekkert meistaraverk en við höfðum mjög gaman af persónum og leikendum :) Helga Braga stóð fyrir sínu og persónur Steins Ármanns voru mjög góðar á köflum þannig að við vorum sátt við kvöldið :)

fimmtudagur, október 14, 2004

Út að borða

Í gær kíktum við á Vegamót ásamt Berglindi, Matthildi, Eyrúnu&Jobba og Helgu&Ingabirni. Ég var nú ekki alveg viss hvort ég nennti að fara, ekki mikill áhugamaður um reykmenningu miðbæjarins og í seinustu(einu) skipti sem ég hef borðað áður á Vegamótum hafði ég ekki verið hrifinn, en það eru nú 3-4 ár síðan. Við fengum sæti fyrir innan barinn þannig að engin voru reykjarfíflin á ferð. Matseðill hafði gildnað heilmikið síðan ég kom þarna seinast, mig minnir að þá hafi verið 10 réttir en höfðu þeir margfaldast með árafjöldanum sem liðinn var frá því ég kom þangað seinast. Margt var grinilegt á matseðilinum og ekki var maturinn síðri fyrir augað þegar hann var kominn á borð og enn betri í maga. Við skötuhjúin vorum ákaflega hrifin af staðnum og sjáum framá að þurfa að kíkja þangað aftur við fyrsta tækifæri, en þegar að stubbasjúgarar létu sjá sig á næsta borði var tekið á rás út í ferska loftið =)

laugardagur, október 02, 2004

Fjörðurinn góði

Kíktum í nokkra daga austur fyrir mánaðarmót og gistum á hótel Mömmu á Seyðis. Það er nú alltaf gott að koma heim í fjörðinn og ganga um bæinn og muna hvernig var að vera lítill á ferð og flugi. Merkilegt hvað allt virðist hafa minnkað með tímanum...eða bara ég sem hef stækkað. En þrátt fyrir það er staðurinn alltaf frábær, jafnvel þótt við komum í grenjandi rigningu. Einhverntíman hafði maður hugsað sér að flytja aftur í fjörðinn, en í dag er ekki viss um það sé neitt að fara að gerast. Bæði atvinnulega séð og félagslega þar sem flestir vinir okkar eru staddir á höfuðborgarsvæðinu og ekki fer maður nú að eignast nýja vini á gamalsaldri =) En það virðist sem að bærinn hefur átt það betra þegar að nokkrir stórir vinnustaðir voru enn til staðar. Það er erfitt að reka úti smá"stór"bæ sem hefur ekki stóra vinnustaði sem þjónusta byggist í kringum. En Seyðfirðingar státa nú ekki bara af einum fallegasta bæ landins heldur hafa þeir líka löglegan handboltavöll =) Það er vonandi að þeir sem á staðnum eru og sem þangað mun flytja verða duglegir að byggja bæinn upp og halda honum við og hef ég ekki trú á öðru. Á ekki von á því að þetta verði bara sumarbústaðaland, en þó hef ég heyrt af einum innfæddum sem segist ætla að slökkva ljósin á staðin ef allt fer til fj...
En eins og sést en alltaf mikið að gera, og þegar mikið er að gera hefur maður engann tíma til að skrásetja það...svo loksins þegar maður sest niður og skráir, þá man maður ekki nokkurn sapaðan hlut =)

mánudagur, september 20, 2004

Afslappandi helgi

Helgin var afskaplega góð og afslappandi. Það voru ýmis plön um að passa Svölu og kíkja í mat en allt datt uppfyrir og áttum við fjölskyldan bara góða helgi saman. Við fórum í búðir á laugardeginum og þá fann ég 10m SVHS snúr þannig að ég gat tengt tölvuna við sjónvarpið þótt hún sé inní herbergi. Það er afskaplega gott að hafa smellilista með nægu plássi á bakvið þegar maður ákveður að bæta við nokkrum snúrum þverf yfir nokkur gólf. Reyndar tók það mig góðan klukkutíma þ.s. ég þurfti að leggja snúrurnar undir 3 hurðir og þar eru bara gömlu góðu tréspíturnar til staðar. Þannig að þetta kostaði smá tálg en fór allt undir að lokum og afskaplega gott að geta næstum alveg falið allar snúrur. Nú er enn minna mál að horfa á eitthvað úr tölvunni, bara sett af stað inní herbergi og horft í sjónvarpsholinu =)
Síðan er allt að gerast í sjónvarpinu í kvöld, fótbolti, suvivor, Sopranos og eðli mannsins...það verður að skipuleggja þetta vel =)

miðvikudagur, september 15, 2004

Byrjendur...

Það eru tveir staðir sem ég á erfitt með að hemja skap mitt: íþróttir og umferðin. Í íþróttum leyfir maður sér stundum að láta öllum illum látum þegar harðar keppnir eru í gangi, en þó á þetta nú aðallega við þegar ég sjálfur tek þátt. Í umferðinni geta aðrir ökumenn farið merkilega mikið í taugarnar á mér. Þegar maður elst upp í bæ þar sem aldrei þarf að bíða eftir ljósum, eða "mis"-gáfuðum ökumönnum þá virkar höfuðborgarsvæðið sem hægfara leikvöllur letiblóða. En þrátt fyrir þessa mjög slæmu upplifun minni af umferðinni tók ég eftir tilkynningu um daginn sem náði til mín. Þegar skólastarf byrjar koma reglulega ábendingar til okkar ökumann að hæga á okkur og börn séu á ferð. Oftast hafa þessar ábendingar ekki bein áhrif á mig og hverja mér jafn fljótt úr huganum og ég sá þau utan vega. En á ferð minni um Garðabæ um daginn sá ég borða sem á stóð eitthvað eins og "Byrjendur í skóla, byrjendur í umferðinni". Kanski var það vegna þess að engin skipun var í textan að ég tók hana til mín. Þessi orð skópu skýra mynd af barni á leið í skólann sem hafði aldrei farið yfir götu áður. Ég held ekki að ástæðan hafi verið að ég sé orðinn foreldri, því hinir skipandi athugasendir annara skilta um að hægja á mér eða spurningar hvort mér liggi lífið á virðast bara ekki ná til mín. Held að það sé eitthvað óhugnarlegt við tilhugsunina að vera byrjandi í umferðinni á höfuðborgarsvæðinu á sjötta ári. Það er ekki hægt að ætlast til að öll börn geti tileinkað sér umferðareglunar um leið og það vill enginn lenda í því að fá barn fyrir bílinn á mikilli ferð. En þessi skilboð náðu til mín og var þetta líklega í eina skipti sem ég hugsaði um hraðann...og það er nú meira en að vera tekinn af löggunni fyrir of hraðann akstur gerir =)

þriðjudagur, september 07, 2004

Eplavinur

Óskaplega finnst mér nú Apple vera að gera líf mitt gott. Eftir að vinna á PC allan daginn finnst mér óskaplega gott að koma heim í Mac OS X stýrikerfið á heimistölvunni. Skype er nýkomið fyrir makkann og prufukeyrðu Bína&Bjartur það í kvöld og spjallaði við Eyrúnu fyrir mat og ég spjallaði aðeins við Dag bróðir eftir mat. Mjög sniðugt að hafa forrit sem virkar milli PC og Mac, þar sem það eru nú ekki margir sem vilja vera í minnihluta í þeim málum og fara yfir á makkahliðina. En nú þarf bara að komast í samband við Múlaveginn og þá getur Bjartur spjallað við ömmu sína...

fimmtudagur, september 02, 2004

Auglýsingavefurinn mbl.is !

mbl.is tók sig til og uppfærði vefinn sinn, shit sýnist hverjum og gat ég ekki lesið staf á þessum nýja vef þeirra fyrir ógrynni af flash auglýsingaborðum sem tröllréðu öllu á síðunni. Enda skiljanlega þar sem vefurinn verður að hafa tekjur af öðru heldur en áskrift. En þar sem ég gat ekki lesið neitt fyrir endlausu blikki og hreyfingum þá varð ég að losna við þetta. Eins og allir sem nota PC ætttu að vera búnir að gera sér grein fyrir löngu síðan er það að Internet Explorer er drasl og gerir ekkert nema auka lýkurnar á að tölvan smitist á vírusum. Þess vegna nota ég Mozilla Firefox. Náði mér síðan í litla viðbót fyrir Mozilla sem slekkkur á öllu flash og setur í staðin "play" hnapp þar sem hægt er að velja hvaða flash fer af stað.

Sem betur fer er ég ekki flogaveikur þegar ég skoða mbl.is því þá myndi ég án efa fá kast þegar allir þessir blikkandi auglýsingaborðar réðust á mig. Það er grátbroslegt að vefur sem hefur lagt áherslu á að veita sjónskertum góðan aðgang að vef sínum skuli láta svona viðgangast hjá sér, en þeir sem stunda nethönnun með hliðsjón af fötlum á netinu eiga að vita að blikk af öllu tagi á ekki að birtast notanda nema honum sé gert grein fyrir því þ.s. sumir aðilar geta tekið illa við. En þetta er jú bissniss eins og allt saman!

sunnudagur, ágúst 29, 2004

Tíminn líður

Tíminn flýgur áfram þessa dagana. Ætli það sé ekki til marks um það hversu mikið maður hefur við tímann að gera að aldrei gefst tími til að skrifa nokkurn skapaðann hlut hérna. Enda er maður kanski ekki að gera neitt merkilegt. Við erum enn í hreiðurfíling og kunnum afskaplega vel við okkur innan veggja heimilisins, en förum þó í stuttar heimasóknir hingað og þangað, og fáum heilmsóknir. Nú þarf bara að finna góðan tíma til að skella sér í vikufrí á Seyðisfjörðinn svona áður en vetur konungur gengur alveg í garð, þótt hann láti nú varla sjá sig fyrr en á næsta ári. En hagstætt fluggjald verður einnig að finnast, en verðlag á flugi milli fjórðunga landsins hefur um tvöfaldast frá því ég fór að fljúga reglulega suður og þykir mér flugferðin heldur dýr á fullu fargjaldi, en nóg um ekki neitt. Heyrði í Degi í kvöld, en ég hafði ekki heyrt í honum lengi, þá sagði hann einmitt að ef maður hefur ekki samband við fólk í langan tíma hlýtur það að vera merki þess að maður hafi það svo gott að engin þörf eru fyrir frekari upplyftingu, því hvað eru samskipti við aðra annað en upplyfting?

fimmtudagur, ágúst 19, 2004

Asian express

Hitabylgjan búin að steikja landið og nú er loksins að verða komið vinnuveður aftur. Kallinn hann ég hef verið duglegur að mæta snemma á morgnanna og farið í kjölfarið snemma heim úr vinnu sem hefur haft sína kosti að komast snemma heim til fjölskyldunnar, en kvöldin verða svoldið erfið uppúr 11 á kvöldin :)
Var í bæjarferð og kom ekki heim fyrr en um kvöldmatarleitið þannig að ég pikkaði upp tvo Súmmó á Asian Express sem ég mæli hiklaust með. Finnst Asískur matur ákaflega skemmtilegur og þessi staður er mjög góður og á sanngjörnu verði fyrir þá sem eru á ferðinni í miðbæ Hafnarfjarðar.

fimmtudagur, júlí 29, 2004

Rokktónleikar

Kíkti á rokkveislu á Grandrokk í gær ásamt Dr. Ponk. Ókind átti fyrsta leik sem nokkuð þéttur og tóku þeir góða spretti, en voru helst til lengi á sviðinu og hefðu mátt sleppa 2-3 lögum. Næsir voru Amos og við upphaf leika virstist vera von á Darkness á sviðið, og aldrei að vita nema Amos verði heilmikið band í framtíðinni. Atómstöðin steig svo á svið og kláraði dæmið með ágætum. Sérstaklega hafði ég gaman að "Too many puppies" og "Ace of Spades" coverlögunum hjá þeim. Síðan voru gömul og góð í bland við ný enskumælandi lög sem ég var að heyra í fyrsta skipti. Þarna bar ég líka augum bassatrommuskinnið, bolinn og nýja diskinn en maður gerir stundum eitthvað fyrir strákana þegar þeir biðja um það =)

sunnudagur, júlí 18, 2004

Brúðkaup

Helgin hefur einkennst af ákaflega góðu veðri. Á föstudaignn skruppum við skötuhjúin í tívolíið hjá Smáralind. Fórum í parísarhjólið og bollana og gott ef ferðin í þeim var ekki hraðari en í fyrra, en aldurinn(foreldratitillinn), farinn að segja til sín því ég var ákaflega slappur eftir allan snúninginn.
Á laugardaginn fór svo fram brúkaup Gústa&Ösju á ættaróðali nýbakað bónda að Kaldárhöfða. Athöfnin fór fram í litlum garði sem var í fullum blóma í góðu veðri. Brúðarterta var svo borin fram í tjaldi fyrir ofan bæinn og var umhverfið alveg meiriháttar. Sólin læddist á bakvið ský á meðan á athöfninni stóð, sem margur þáðu þar sem hitinn var helst til mikill yfir hádaginn. Um leið og hjónin voru gefin saman og sýslumanni kom sólin fram og baðaði nýgift hjónin í geislum sínu. Síðar var svo borinn fram grillmatur og áttu sumir í mestum erfiðleikum að hætta að borða, því maturinn var góður, en pláss hjá mönnum var ekki nægilegt þannig að hægt og rólega dró úr matarferðum. Þetta var æðissleg athöfn og voru allir ákaflega ánægðir með daginn og óskum við nýgiftum hjónum aftur innilega til hamingju og baráttukveðjur þegar erfinginn lætur sjá sig eftir nokkrar vikur =)

sunnudagur, júlí 04, 2004

Foreldrafríið búið

Er minn ekki bara orðin pabbi og alsæll með litla kútinn sinn. Drengurinn byrjaði að gera vart við komu föstudaginn 4. júní, og mætti svo á svæðið tíu mínútur yfir tólf 5. júní 2004. Allt gekk að óskum og vorum við komin heim samdægurs þar sem ömmur, afar og aðrir fjölskyldumeðlimir kíktu við næstu daga og síðan fengu vinir að koma þegar að brjóstamjólkin var komin. Litli kallinn dafnar vel og kann ákaflega vel við lífið og tilveruna hjá foreldrum sínum. Á morgun verður hann 1 mánaða gamall og einnig er þá lokið mánaðar fríi sem ég er búinn að njóta með mæðginunum. Haldið verður áfram með fæðingarorlof í jólamánuði og næsta sumar þegar kallinn er farinn að verða fær í flestan sjó. Lífið heima er bara yndislegt og hafa nýbakaðir foreldrar það mjög gott enn þar sem drengurinn er mjög svefngjarn og vær og vonumst við foreldrar hans að það haldist sem lengst. Eftir viku verður hann svo skírður og þá loksins getum við hætt að passa okkur að missa ekki út nafnið hans í viðurvist annara.

mánudagur, maí 31, 2004

Góð hvítasunnuhelgi

Helgin var ákaflega góð og mér fannst hún vera mjög löng og þeim mun betri. Tókst að hlaupa úti á laugardags- og sunnudags morgunn þar sem ég var árrisull, sem var ákaflega gott að hreyfa sig aðeins þar sem laugardagsbandýið er komið í sumarfrí. Jóhann kom í smá heimsókn á föstudagskvöldið, í grill, og færði okkur rauðvín og kom með myndbandsupptökuvélina sem hann keypti handa okkur í USA. Það voru grísalundir á boðstólum og ákaflega gott að vanda. Á laugardeginum kíktum við í nýju íbúðina hjá Bödda&Bekku og spiluðum svo Catan við Bödda um kvöldið. Á sunnudeginum kíktum við í Catan til Hörpu&Guðjóns og hittum það nýja erfingjan hana Matthildi. Í dag var svo enn einn rólyndisdagurinn, enda eru sumir farnir að bíða eftir að einhverjir láti sjá sig og það styttist í að væntanlegur komutími renni upp...en líklegt að við gætum þyrft að bíða eftir að hátíðardagur renni upp?
Þannig að helgin var bara í heildina góð og stórmerkilegt að halda hátíðlegan þann dag sem "Guð" gaf Móses boðorðin 10.

laugardagur, maí 29, 2004

Styttist í EM

Þá fer að líða að EM í fótbolta 2004 í Portúgal. Ég ætla að taka áhættu á að veðja á heimamenn muni mæta Frökkum í úrslitaleik, hvort þeir nái svo að sigra Frakkana er annað mál. Ætla einnig að giska að Spánverjar nái ekki að komast uppúr sínum riðli og að Grikkir komist áfram með heimamönnum. Frakkar munu halda áfram og segi ég að Englendingar komist líka áfram. Búlgarar, Ítalir, Tékkar og Þjóðverjar fara einnig áfram.
Í 8 liða úrslitum ætla ég að segja að Þjóðverjar fari áfram og tapi fyrir heimamönnum og Tékkar tapa 4 liða úrslitum fyrir Frökkum. Nú er bara að sjá hversu nálægt maður kemst raunveruleikanum...en þetta er nú bara spurning um að hafa það gott í júní með fótboltaglápi og Carlsberg....og jafnvel að einhver muni horfa með mér =)

sunnudagur, maí 23, 2004

sexy icelandic rockstar of the week

Hvað finnur maður ekki skemmtilegt á netinu. Var að skoða hvernig leitarvélar væri að finna mig og þá poppaði þessi síða upp, ekki slæmt að vera "sexy icelandic rockstar of the week" =)

laugardagur, maí 22, 2004

1. blóðgjöfin

Loksins komst ég til að gefa blóð. Ástæðan var reyndar sú að blóðbíllinn var staddur fyrir utan Smáralindina í dag. Ég hafi nú einhverjar áhyggjur að verða slappur eftir gjöfina en þetta var minna mál en ég hélt og hef ekki orðið var við neitt, en líklegast er nú þolið ekki í fullri hleðslu með minna blóðmagn. Annars erum við bara að taka lífinu með ró þessa síðustu daga fyrir fjölgun en þá verður líkast til lítill tími til að liggja og slappa af tímunum saman =)

sunnudagur, maí 16, 2004

Stafsetning.is

Athafnamenn á Íslandi eru að taka saman íslenskan yfirlestrarfítus fyrir makkann sem er kærkominn viðbót fyrir jafn íslenskufatlaða menn eins og mig. Það að skrifa bréf á ensku og fá um leið röng orð undirstrikuð hefur reynst mér vel, en verst er bara að það er sjaldan sem enskan en brúkuð. Þetta gæti einnig bætt málfar mitt hér á síðunni minni til muna þar sem ég skrifa, eða pikka, oft hér án þess að lesa yfir og læt hvaða vitleysur standa hér. Enda finnst mér lítið mál að skilja orð þar sem flestir stafirnir eru til staðar, það er fljótgert að raða þeim í viðkomandi orð og stend ég mig stundum að því að snúa þannig réttum orðum uppí eitthvað óskiljanlegt í texta þar sem allt er löglega gert. En frábært framtak og ég vona að þessi hugbúnaður verið brátt að raunveruleika =)

laugardagur, maí 15, 2004

Stórafmæli hjá Bínu

Á sunnudaginn síðasta hélt Bína mín uppá stórafmæli og erum við nú 50 ára saman. Dagurinn byrjaði snemma þar sem von var á gestum fyrir hádegi. Það var svona eftir hádegis brunch og mætti fullt af fólki sem gæddi sér á dýrindis súpu og ostakökum í eftirrétt. Bína fékk fullt af flottum gjöfum og þar á meðal gasgrill frá stelpunum þannig að okkur var boðið í læri um kvöldið hjá okkur með því skilyrði að við elduðum sem var gert í glampandi sólskyni og endaði dagurinn á fínusta grillmat og afslappelsi um kvöldið eftir langan dag.

mánudagur, maí 10, 2004

Böddi gamli

Á föstudagskvöldið fórum við skötuhjúin í afmælisveislu til Bödda og Bekku, en Böddu hélt uppá eitt gott árið í viðbót. Það var grillað lamb og setið að áti og öldrykkju fram eftir kvöldi. Okkur köllunum tókst að torga þónokkrum bjórum og komnir í góðan fíling þegar við Bína héldum heim á leið. Til tals kom að Böddi sæi nú ekki framá að hafa tíma til að spila golf, eitthvað voru aðrir nú að spá hvort hann myndi taka golfspil fram yfir barnabarnið þegar sumarið væri komið í öllu sínu veldi.

þriðjudagur, maí 04, 2004

Dauðans drykkur

Það kemur fyrir að ég fæ mér kakó í vinnunni (eftir að ég fékk þér upplýsingar frá Albert að hægt væri að fá kakó úr kaffivélinni) svona þegar að svalt er úti. Í gær valdi ég, reyndar fyrir slysni, KakóKaffi...hugsaði bara með mér að best væri að prófa þ.s. maður er nú farinn að eldast þá er bara fínt að reyna ath. hvort kaffið er ekki farið að höfða til manns. Bragðið var viðbjóðslegt, í gegnum sætt kakóbragðið ylmuðu viðbrenndu kaffibaunirnar en smökkuðust sem viðbrenndar kaffibaunir. Hálfur bolli og ég gafst upp. Það sem eftir lifði degi var ég að drepast í maganum og með bragðið af viðbrenndu kaffibaununum á tungunni. Kaffi er einn sá viðbjóðslegasti drykkur sem ég veit um og ég vorkenni líkömum fólks sem hefur vanið sig á þennan óþverra.

laugardagur, maí 01, 2004

Heilmikill vinnudagur

Það tók mig góðan tíma að koma nýju vinnuvélinni upp og keyrandi þróunarumhverfið. Fyrst hafði ég gleymt einni semikommu (;) en það var ekki nóg, þá tók við annar eltingaleikur sem strákarnir í vinnunni uppgötvuðu loksins að var ein lítil skrá sem þurfti að vera á rót vélarinnar. Eitthvað sem ég hafði ekki hugmynd um og var bara vitneskja sem menn geyma í skyndiminni, óþarfi að vera að skirfa allt hjá sér. En þegar þessu ævintýri var lokið gat ég loksins farið að vinna, þótt klukkan væri reyndar orðin 4. En það voru 2 góðir vinnutímar sem ég náði. Við Bína fórum síðan og keyptum Toy Story, Toy Story 2 og Monsters Inc. á tilboði í Skífunni. Ég nota það sem afsökun að verið sé að versla þetta fyrir ungviðið =) Síðan tókum við dýrindis pizzuveislu á Eldsmiðjunni og fórum heim að liggja yfir sjónvarpinu.

sunnudagur, apríl 18, 2004

Litla hryllingsbúðin og Siam

Á föstudaginn fórum við að borða á Siam í friðinum sem við höfðum heyrt góðar sögur af og stóðust þær allar. Maturinn var rosalega góður og við yfirgáfum staðinn pakksödd og sæl. Ferðinni var heitið í Garðabæ þar sem við fórum á uppsetningu FG á Litlu Hryllingsbúðinni. Aðal ástæða þess að við fórum var sú að Hrefna Bóel er plantan og skilaði hún sínu óaðfinnanlega. Sýningin var frábær og það eina sem betur hefði mátt fara að sýna hefi mátt í einhverju stórleikhúsi því gæðastimplinn var alveg á við stórleikhús. Þegar við komum heim dró Bína fram disk af uppfærslu Borgaleikhússins, og að okkar mati fór FG með sigur í flestum lögum, þetta var rosalega flott hjá þeim =)

laugardagur, apríl 17, 2004

Feitikallinn ég

Loksins, loksin eru 80 kílóin staðreynd. Þetta er búið að vera erfitt að bæta við sig, en síðan að ég og Bína hittumst hefur mér tekist að bæta við mig 10kg sem ekki veitti af =)
Ég þakka þetta að miklu leiti honum Hómer félaga sem alltaf er hvatning í mataráti =)
Seinasta hálfa árið hefur einnig verið tekið vel á því og mötuneyti Hugar hefur þar átt góðan þátt í því að ég hef oft náð 2 stórmáltíðum á dag í staðin fyrir að hafa bara góðan kvöldverð. Einnig hefur eldamenskan enn verið fyrir 4 manns þannig að ég hef verið duglegur að borða mikið...og afganga, takk allir =)

föstudagur, apríl 16, 2004

Komin með kerruvagn

Þá er höfuðverkur minn á enda v/ innkaupa á barnavagni eða barnakerru. Ég var nú ekkert svo lengi að skilja muninn á vagni og kerru en þá flæktist þetta með nokkrum ferðum í barnavagnabúðir, eða barnakerrubúðir, sem enduðu á því að ég reyni ekki einu sinni að muna hvort er hvað. Í gær tók Bína sig til og fann 2 vagna á netinu sem við skoðuðum í gær og keyptum annan. Spöruðum þónokkuð og hans smellpassaði í bílinn, þannig við spöruðum heilmikið því þá getum við notast við bílinn áfram án mikilla óþæginda =)

þriðjudagur, apríl 06, 2004

B&L 2004

1. í B&L og gjöf frá verðandi langaafa (17.03.2004)
Í gær var fyrsti í B&L hátíðarhöldum okkar, við erum að halda uppá 2ja ára afmæli okkar og ákváðum að gera það frá 16.mars til 16.apríl. Í gær var það rómantískur kvöldverður undir kertaljósi sem varð fyrir valinu. Einnig fékk Bína hveitikrús sem hún hefur óskað eftir í svoldinn tíma, kanski það verði fleiri smágjafir á tímabilinu =) Email afi, verðandi langaafi, kíkti í heimsókn í gær ásamt Gauta og færði okkur að gjöf veglegan hamar, eitthvað sem hefur vantað á heimilið frá því við fluttum inn og á eftir að koma sér vel þegar verið er að neglast hér og þar um húsið, þannig að listinn yfir það sem vantar er bara að styttast, enda er það planið að klára sem mest fyrir sumarið og þá verður ekkert planað að ráði næstu árin. En dagurinn í dag er fullsetinn þannig að það verður kanski lítið um hátíðarhöld, en sjáum hvað gerist...við þurfum að fara á foreldranámskeið o.fl.

2. í B&L (17.03.2004)
Sökum tímaskorts í dag gerðum við nú ekkert stórfenglegt, en leituðum að stuttustotta picknick stað í Kópavogi, sem endaði á að við fengum okkur nasl í bílnum...en reyndar fyrir utan sumarbústað, eða sumarhús, þannig að við vorum næstum því komin uppí sveit. Síðan var farið á foreldranámskeið, þar sem við héldum áfram mjög áhugaverðu námskeiði hjá Hrefnu í Magna Mater. Í kvöld fengum við 8 fæðingar beint í æð af skjánum og fór það misvel í fjölskyldumeðlimi, en þeir ættu að jafna sig. Mest kom mér að óvart hvað allir nýburarnir voru bláir og fjólubláir, hélt að þeir væru ekki á lífi, en síðan brögguðust þeir eftir nokkrar sekúndur =)

3. í B&L og viðurnefni afa (19.03.2004)
gÍ gær komst ég að því þegar ég kom heim að ég hafði skrifað Email afi, en ekki Emil. Sem er í raun nokkuð skondið þar sem hann var að fá sér laptop og spurning hvort hann verði ekki bara tölvunörd innan skamms.
Hátíðarhöldin héldu áfram í gær, og nú var hverdagslegur karrífiskur eldaður af henni Bínu minni...sem fékk óskaplega sætan myndaramma með 2 englum ofan á í tilefni dagsins. Síðan var legið í mikið í baðkarinu í gærkvöldi og slappað af...

4. í B&L (19.03.2004)
Páskarnir nálgast og þegar ég kom heim í dag tók á móti mér páskaeggjaslóð með skilaboðum frá Bínu minni sem endaði inní stofu á pakka sem innihélt fullt af Kinder eggjum. Í þeim voru ýmis leikföng sem var einmitt eitthvað fyrir mig.
Um kvöldið var elduð pizza og áttum rólegt kvöld yfir sjónvarpinu og höfðum það notalegt...svona á meðan við höfum enn tækifæri á =)
Loksin búin að setja inn myndir frá morðgátupartý/25 ára afmæli og Jólum og Áramótum 2003 =)

5. í B&L (21.03.2004)
Loksins höfðum við smá tíma til að halda uppá daginn, og þar sem við tókum smá ferð inní Reykjavíkina þá skelltum við okkur í Hallgrímskirkjuturn, þar sem það var sól og blíða en við höfum farið þangað á hverju ári og gerum vonandi áfram. En annars fékk ég mínu framgengt og við gerðum mest lítið í kvöld, þar sem ég var bara ekki í fíling fyrir neitt sérstakt. Í fyrramálið verður svo formúlupartí, er búinn að versla playstationleik svo hægt sé að kanna brautina. Reyndar aðeins leikur fyrir 2001 tímabilið, en brautirnar eru flestar þarna. Von er á Gugga&Hörpu, og Palla&Erlu(&lilla) ef nóttin verður góð hjá þeim.

Gestir þann 6. og skattur 7. (23.03.2004)
Á sunnudaginn, 6. í B&L, tókum við á móti gestum í formúlupartý. Guggi&Harpa komu og síðan Palli&Erla&Lillinn sem var auðvitað miðpunktur athyglinnar en var óskaplega rólegur og hafði lítinn áhuga á formúlu kallanna.
Í dag var svo legið yfir sjónvarpinu og notið þess að eiga góðan svefnsófa, svona þegar búið er að púða hann vel upp. Síðan tók ég til við að gera skattframtölin um 11 og náði að klára það 4 mín. e. miðnætti, en það var búið að framlengja skilafrestinn þannig að það var ekkert stress í gangi. Nú er ég farinn í háttinn...allt of seint að vanda svo ég verði algjörlega út úr heiminum eins og morgun og gleymi að borða fram að hádegi =)

8. í B&L - Rauð epli (24.03.2004)
Í tilefni dagsins fékk hún Bína mín 3 rauð gerviepli til að setja í skálina á stofuborðinu. Reyndar var ég nú búinn að gleyma hvar átti að setja þau og skildi ekkert af hverju átti að setja þau á eldhúsborðið þar sem alltaf eru ferskir ávextir, en svona er ég nú gleyminn =)
Hún var mjög ánægð með þau, og líklegast kaupum við fleiri gerviávexti til að fylla uppí flottu skálina =)

9. í B&L og Bílbelti (24.03.2004)
Hátíðarhöldin í dag voru ekki stórfengleg, en við vorum upptekin að vanda á miðvikudagi. Það var skoðun í morgun þar sem allt lítur vel út og síðan var það seinasta kvöldið í foreldranámskeiði. Það verður svoldill missir að hitta Hrefnu í Magna Mater ekki á hverjum miðvikudegi til að fylla mann af fróðleik fyrir það sem koma skal. Samtals voru þetta 16 tímar og ég hefði alveg verið til í aðra 16 þar sem ég hefði ábyggilega lært eitthvað meira nýtt. í kvöld kom einnig Sigurjón Andresson frá Sjóvá og hélt stuttan fyrirlestur um barnastóla og öryggi í bílum. Ég komst að því í kvöld að ég hef aldrei lært, og þar af leiðandi aldrei kunnað rétt að setja á mig bílbelti og hvað þá á ungabörn eða bílstól barna. Þetta kom mér verulega að óvart að uppgötva að ég hef aldrei gert þetta rétt, eins og það er nú ekki flókið, að ég hef haldið hingað til, að festa bílbelti. En allataf er maður að læra eitthvað nýtt og batnandi mönnum er best að lifa =)
En málið er að það er stórmekilegt hvað þarf að herða belti mikið og ég hefði líklegast aldrei fest hvorki mig né barnastól í bíl jafn rækilega ef ég hefði ekki fengið þessi sýnikennslu hjá Sigurjóni...þótt að hans aðferðir voru nú svo átakamiklar að það hefði þurft rúmgóðan bíl til að geta aðhafst með sama krafti og hann gerði.

10. í B&L (26.03.2004)
Eitthvað áttum við erfitt með að fara snemma á fætur, aðallega vegna þess að Bína var eitthvað slöpp og engan vegin í stakk búin til að mæta til vinnu. Þannig að ég leyfði mér að sofa lengur og kúra hjá henni fram til 10. Um kvöldið elduðum við síðan fínasta nautakjöt og láum á meltunni fram eftir kvöldi. Síðan komst Bína að því að þessi slappleiki er kominn frá járnskorti sem okkur þótti undarlegt vegna þess hve hún hefur verið dugleg, að okkar mati, að borða járnríka fæðu. Kanski er einhver að taka til sín allar járnbyrgðir?

11. - 14. í B&L (31.03.2004)
Við fórum í útilegu um helgina, gistum í svefnsófanum í sjónvarpsholinu og sofnuðum yfir sjónvarpinu alla helgina. Reyndar sáum við nú mest lítið að því sem við þóttumst vera að horfa á, en það er alltaf gott að detta út yfir einhverju. Þegar ég fór svo inní svefnherbergið á mánudaginn leið mér eins og ég hefði ekki verið heima alla helgina.
Á mánudaginn fékk Bína Sequence spilið frá mér, en við spiluðum það ekki það kvöldið þar sem Bína skrapp í bíó með Lindu á Taking Lives. Ég nennti ekki og var heima að dunda mér, ætlaði að horfa á surrvævorinn, en þá var það upprifjunarþáttur þannig að Bína slapp við að svekkjast yfir því eins og ég. Í gærkvöldi spiluðum við heilmikið og er þetta bara fínasta spil, ágætt að eiga líka spil sem við getum spilað tvö...svona þangað til hún Bína mín fer að spila meiri skák við mig =)

15. og 16. í B&L (01.04.2004)Í gær eldaði ég dýrindis pizzu í tilefni dagsins...en fékk nú ekki að hafa hana Bínu hjá mér, hún skrapp út að hitta stelpurnar á meðan ég gerði mest lítið annað en að leggja snúrur fyrir "heimabíóið" sem tók nú ágætis tíma...loksins þegar ég fór í það.
Í dag settum við svo upp 2 nýjar myndir í stofuna, en það vantar enn ýmislegt á veggina til að fylla upp í eyðurnar...

17. og 18. í B&L (03.04.2004)
Þann 17. í B&L fórum við í B&L, skemmtileg tilviljun það. Erum alltaf spá í að fara útí stækkun á bílnum og uppfæra í Renault Scenic þar sem hann myndi henta mun betur heldur en Clio-inn þegar að fjölgar hjá okkur. En það voru bara '99 ágerðir þarna sem við vorum ekki nógu sátt við, viljum fá amk 2000 árgerð. Skoðuðum líka '04 árgerðina sem er bara draumur í dós...en kostar líka aðeins of mikið fyrir okkar fjárhag...reyndar kosta allir bílar of mikið, en nýjasta týpan er ekki einu sinni möguleiki =)
Í dag, þann 18. fórum við í búðarráp, Balli var að leita sér að svefnsófa með Bekku og við fylgdum þeim eftir. Síðan var aðeins hvílt sig yfir sjónvarpinu og Svala kom svo í smá pössun á meðan matarboð var hjá Lilju&Tóta.
Keypti uppeldisbókina handa Bínu, og hún var ekki lengi að finna setningu sem sagði að flengingar væru ekki lausn á agaleysi...við erum ekki sammála um hvort rassskella eigi börn eður ei. Ég er á því að EF börn eru algjörlega óstjórnhæf verður eitthvað að gera, það er ekki hægt að láta þau komast upp með að ráða öllu sem þau vilja þegar þau vilja ef þau eru þannig í skapinu...þannig að ef til kemur að börnin okkar verði rassskellt þá verður það líklegast ég sem geri það. Ekki að ég ætli að gera það, en það verður að vera eitthvað neyðarúrræði til.

Lokahátíð B&L (06.04.2004)
Þá er 30 daga, reyndar 31, ástarhátíðarhöldum okkar að ljúka í dag. Margt hefur gerst á seinustu dögum en ekki hefur gefist tími til að skrásetja allt nákvæmlega. Við fórum í fermingarveislu og páskarnir voru nýttir í að klára smáatriði í íbúðinni sem alltaf stóð til að gera við tækifæri. Eyrún&Jobbi, Anna og Matthildur komu í heimsókn. Hallur bróðir, Gústi og ég spiluðum Catan langt fram eftir nóttu og við og Bjözzi spiluðum líka. Ég og Bjözzi kíktum aðeins á Sigga á Celtic þannig að það var merkilegt hvað það tókst að láta gerast mikið um páskana. Á páskadag áttu við fullt í fangi með að eiga við ástarpáskaeggið okkar...en ekki hefur enn tekið að klára það. Bína fékk málsháttinn "Ungbarn á heimili er gott dæmi um minnihlutastjórn"...það verður lítill harðstjóri =)
Í kvöld á að enda þetta með því að fara út að borða og í leikhús =)

sunnudagur, mars 14, 2004

Árshátið Hugar

Herlegheitin byrjuðu á óvissuferð sem endaði niðrá Reykjavíkurhöfn, þar fengum við kampavín á byrggjunni á hálf köldu veðri og við vorum ekki viss hvort við ættum að standa þar í klukkutíma og þamba áfengi, fyrir utan að Bína var ekkert að þamba neitt. En þá kom í ljós að ferðinni var heitið á Listasafn Reykjavíkur þar sem sýninging Frostime Activity var skoðuð og höfðu allir nokkuð gaman að. Síðan var haldið aftur í Kópavoginn og fólk fékk sér sæti í Glerársalnum. Rennt var í gegnum alla rétti, humarsúpu í forrrétt, lamb í aðalrétt og súkkulaðikaka í eftirrétt með léttu gríni frá Þorsteini Guðmunds milli rétta. Skemmtiatriði hófust ekki fyrr en allur matur var búinn og dró því kvöldið svoldið á langin, en þau hefðu alveg mátt vera á milli rétta. Idol keppni okkar Fjármálalausna fór sigurför, þar sem Palli forstjóri kom sá og sigraði ásamt Kúagerðisbræðrum, og hrepptum við hinn margþráða verðlaunabikar fyrir skemmtilegasta skemmtiatriðið. Hunang sá síðan um að halda uppi stuðinu og Sissa ljáði þeim hjálprarödd. Við létum okkur hverfa eftir nokkur lög þar sem ég er enn ekki kominn með hesta heilsu, og tókst ekki að drekka hana í mig =)

laugardagur, mars 13, 2004

Svefnsófinn...

Drifum okkur í IKEA í gær og versluðum svefnsófann sem okkur hefur langað í síðan við fluttum inn. Það tók smá tíma að koma honum upp í sjónvarpsholinu og að því loknu var tekin prufusvefn í honum sem fínast lúr fram eftir morgni. Hann er mun stærri en hornsófinn sem við vorum með áður, og einhverjar tilfærslur verða á hlutum og breytingar í framhaldi þar sem allt þarf nú að "lúkka" saman. En það er rosalega gott að geta sofið yfir sjónvarpi og ekki verra að geta boðið fólki uppá gistingu í þessum líka fína sófa. Snilldin við hann er hversu einfallt er að breyta honum í massíft rúm, aðeins þarf að kippa út og lifta upp og þá er þetta tilbúið, þannig að við erum útsoftin og á leið á Árshátið Hugar, ég er búinn að fara í sturtu og bað, og Bína fékk Hlín til að mála sig fyrir kvöldið =)

þriðjudagur, mars 09, 2004

Enn fjölgar

Strákur með húfuMonsi og Ásta hafa eignast strák og óskum við þeim innilega til hamingju með drenginn, bíðum spennt eftir að heyra frá þeim og sjá myndir =)

mánudagur, mars 08, 2004

Barn í heiminn

Palli&Erla eignu[ust strák á laugardagsnóttina, og engin smásmíði því hann var litlar 19 merkur, enda ekki að búast við öður heldur en mikilmenni frá þeim. Við óskum þeim innilega til hamingju og hlökkum til að sjá "lillann" =)
Nú er kominn raunverulegur læknissonur í vinahópinn :)

Erfið veikindahelgi

Þetta átti að vera fín helgi með bústaðaferð og öllu tilheyrandi. Það gekk ekki betur en ég varð svo slappur að geta ekki einu sinni keyrt alla leið í bústaðinn og síðan var ég kominn í eitthvað mók sem stendur enn yfir. Ekki hjálpaði svo leiðindaveður til og við ösnuðumst til að leggja ekki af stað úr bústaðnum fyrr en e. kvöldmat. Þannig að í kolniðamirki, roki og rigningu var drattast heim alla leiðina úr Borgarnesinu, en það er ekki alltaf sem manni finnst gott að fara í Hvalfjarðargöngin, en þau voru kærkomin hvíld á leiðindaveðrinu. Morguninn var svo bara rúmfastur og ætla rétt að vona að ég verði heill heilsu á morgun...nóg að gera og hef ekki tíma fyrir þetta, kanski maður sleppi íþróttum fram að næstu helgi til að ná sér almennilega.

laugardagur, mars 06, 2004

Barinn minn

Þegar ég mun einn daginn opna bar, fyrir mig, vini og vandamenn, heima í stofu þá er spurning hvað hann mun heita. Escobar er gott barnafn, RabbaBar er þegar tekið, enda heiti ég nú ekki Rabbi...Bara Bar er hálf innihaldlítið, sem og MilliBar, ef þetta væri staður fyrir mikla fyllirafta myndi ég skýra hann Lúbarinn, he he, það sem ég get ekki skemmt sjálfum mér yfir.
Talandi um áfengi, var ekki keyptur smá bjór í dag og rauðvínsflaska til að taka með uppí bústað á morgun, en það á að taka góða hópferð uppí nýja bústaðinn þeirra Berglindar&Nonna. Ég er búinn að vera alltof óduglegur við að fá mér einn bjór fyrir svefinn...ellin farin að færast yfir =)

mánudagur, mars 01, 2004

Bústaður

Skelltum okkur í bústað til Lilju&Tóta(&Svölu) á laugardaginn. Tóti var að spila á Selfossi um helgina þannig að hann var farinn á undan okkur hinum sem komum á laugardaginn. Fórum beint í sund og síðan var farið heim og Lilja grillaði dýrindis kjúklingabringur. Alltaf gott að komast í smá frí þótt ekki sé nema einn dag...sérstaklega ef ég næ bandý á laugardagsmorgni líka :)
atomstodin.com að skríða saman þannig að frítími dags ætti að hætta að snúast um þá síðu jafn mikið innan skamms, enda er ég eftirá í bókarlesti í tölvunörrabókaklúbbnum...sem og mínum eigin bókum sem ég "þykist" vera að lesa.

mánudagur, febrúar 23, 2004

Bolludagurinn mikli

Nú er það heldur betur bollurdagur. Kjötbollur í hádeginu, og síðan rjómabollur í kaffinu. Fór snemma heim til að komast í bollukaffi hjá henni Bínu minni sem var svo duglega að baka og síðan förum við í bollukaffi til Hörpu&Guðjóns í kvöld/seinnipartinn. Það er sko ekki spurning hver verður bolla eftir þennan dag =)

miðvikudagur, febrúar 18, 2004

Busy maður

Rosalega er mikið að gera hjá mér, ég virðist bara aldrei skrifa neitt hérna. En er nú kanski að skirfa annars staðar á síðuna heldur en á forsíðuna. Það er nóg af drasli sem haldið er utan um hérna og þá aðallega fyrir mig.
En það er búið að gera mest lítið undanfarið, nema að vera heimakær :)
Hef nú samt kíkt á tónlistaræfingu, og spilað Catan og dunað mér við að gera nýja síðu fyrir Atómstöðina, en það vantar bara meiri tíma í sólahringinn. Merkilegt hvað maður er orðinn "gamall"...eða kanski fullorðinn, í þeirri merkingu að ábyrgðin er meiri og framkvæmdagleðin er ekki jafn ofarlega í forgangsröðinni. Það er svona meiri "vera til" fílingur í manni heldur en á tvítugu, þá varð maður alltaf að gera eitthvað, eða verða þunglyndur yfir því að gera ekki neitt....best að hætta þessu.

miðvikudagur, febrúar 04, 2004

Lygalega góð mynd

Skelltum okkur í bíó í kvöld, fórum á nýju Tim Burton myndina Big Fish, sem má með sanni segja að er lygalega góð mynd, enda ekki við öðru að búast frá Tim. Hlakka ég einnig mikið til að sjá næstu mynd hans sem mig hefur lengi langað að sjá kvikmyndaða og ég held að enginn gæti gert það betur en Tim. Verst að hann hafi ekki gert Hringadrottinssögu, þá hefði hún líklega verið fullkominn, en það er þó spurning hvort að Tim sé ekki aðeins dimmri heldur en sú saga. Reyndar var hún fulllöng, hátt í 3 tímar, og það er svona það hámark sem ég þoli við í bíósal :)

þriðjudagur, febrúar 03, 2004

Heima-BÍÓ

Lilja&Tóti(&Svala) voru að fá sér tjald og myndvarpa og það er frábært. Heima-BÍÓ smeimabíó segi ég nú bara yfir öðru en að hafa myndvarpa. Þetta var frábært, það er bara 10 sinnum skemmtilegra að hafa svona heima í stofu hjá sér heldur en sjónvarpstæki. Þetta verður einhverntíman að veruleika hjá okkur( mér =) ) þar sem ég er svoldill tæknidellukall og einnig var það eina vænting mín til ársins 2000 að myndvarpar tækju við af hefðbundnum sjónvörpum. En það hefur ekki enn gerst, og þessar græjur eru aðeins og dýrar fyrir mig í dag :( en einn daginn, þegar ég verð ríkur....bwahahahaha

Óduglegur >:

Það er bara allt of mikið að gera hjá manni til að maður lesi eitthvað. Á að vera að lesa Agile Database bók f. bókaklúbbinn í vinnunni en er ekki búinn með nema 2 kafla. Ástæðurnar eru ýmsar, er að reyna að redda PC vél sem er alveg dauð, þéttar kringum örgjörvan fóru (festir mann enn betur í trúnni að vera makkamaður...eða bara kaupa almennilegar vélar, ef $ er til), þannig að það verður að kaupa nýja vél og er að leita að einhverju ódýru. Síðan hefur Shape ákveðið að kíkja í smá spilerí við tækifæri. Hittumst í gærkvöldi og það var merkilegt hvað það gekk vel, meira að segja ég mundi lögin og það er nú til nýbrygða. Síðan eru búnar að vera reddingar með lífeyissjóðsmál og fl. fjármálatengt sem ég hef engan áhuga á en er eitthvað sem maður verður víst að "vesenst" í öðru hverju...þannig að í kvöld horfði ég á All Star Survivor :)

föstudagur, janúar 30, 2004

Púlli Helguson

Var að spjalla við Bínu í nótt, eftir að hún var sofnuð. Hún var að taka besnín og keypti lítinn bláann kall sem var að klóra henni, blái kallinn var frá mér kominn og hún sá hann fyrir sér alveg eins og ég lýsti honum. Síðan sagðist hún vera á leiðinni heim þar sem að hún bjó ásamt Púlla Helgusyni. Ég hef ótrúlega gaman að því að spjalla við Bínu mína þegar hún er fallin í svefn, það getur verið mjög áhugavert hversu móttækileg hún er við því sem ég segi og stundum skjóta svona gullkorn, eins og "Púlli Helguson", upp kollinum.
Ég vona að hún geti einhverntíman ruglað svona í mér þegar ég er sofnaður, en þar sem ég get verið úrillur þegar sofandi hefur hún ekki lagt í það =)

þriðjudagur, janúar 27, 2004

MMmmmmmatur

Það er alltaf gott að fá að borða. Í dag eftir íþróttir var ég nú aðallega þyrstur, þannig að þegar Bína vildi fara á KFC var mér nokkuð sama. Ekki mikið fyrir skyndibitann þessa daga, heldur meira fyrir "alvöru" mat. En við kíktum nú á KFC því Bínu finnst það rosa gott. Ég fékk mér bara barnamáltíð og var alveg pakksaddur í allt kvöld. Núna fyrir miðnættið var ég reyndar farinn að fá lyst fyrir einhverju, ekkert orðinn svangur, bara gott að borða. Og hvað finn ég ekki í plastdalli í ísskápnum, nema hrísgrjónagraut. Eitt það besta sem ég fæ er vel soðinn grautur, og Bína kann að sjóða 'ann. Mig hryllir við tilhugsuninni við vatnssoðinn hrísgrjónagraut, blautan, slepjulegan og bragðlítinn. Vona að ég muni aldrei framar á æfinni líta svoleiðis jukki, en það hefur komið fyrir að sú eldamenska hefur lent fyrir framan mitt nef. Ég þarf víst ekki að óttast að það gerist hjá henni Bínu minni. Ég fer því saddur og sáttur í háttinn í kvöld =)

föstudagur, janúar 23, 2004

Bóndadagurinn

Þá er það kalladagurinn, eins og einn nemandi hjá Bínu sagði í dag. Bína ætlar að fara með kallinn sinn, hann mig, út að borða, það er langt síðan við höfum skroppið inn í hana Reykjavíkina og fengið okkur brauð kennt við hvítan lauk, en stefnan verður tekin á smiðju eldsins, vonandi að við nánum þangað í tíma. Að þessi hressingu lokinni verður svo farið beina leið heim í afslöppun, en annir hafa verið seinustu kvöld hjá Bínu sem hafa orðið til einveru minnar heima við.

fimmtudagur, janúar 22, 2004

Fyrsta sturtan

Ég var þess heiðurs aðnjótandi að fara í fyrstu sturtuna okkar á Hjallabrautinni í kvöld. Loksins setti ég upp sturtuna en ég hef dregið það því ég ætlaði fyrst að setja nýja fúu milli flísanna kringum baðið, en fékk þá flugu í höfuðið þegar landsleikurinn var að byrja að gera eitthvað. Þetta var fínasta sturta og kanski ágætt að hafa þann valmöguleika á heimilinu, þótt þetta hafið verið fínt án sturtu, þá er bara meira af baðferðum og bað er nú alltaf betra en sturta, en í nútíma þjóðfélagi er nú ekki alltaf tími til að leggja í bað.

þriðjudagur, janúar 20, 2004

Pössuhelgin búin

Vorum að passa um helgina, hana Svölu Birnu, og vorum í KÓP frá fimmtudagskvöldi til sunnudagskvölds. Á föstudaginn fengum við Gugga&Hörpu og Braga&Lindu í heimsókn og horfðum á Idol og átum pizzur. Síðan kom heilmill snjór og kuldi þannig að það varð ekkert af því að við færum heim eða í sund um helgina...en gerum það bara seinna. Svala var mjög dugleg að fara að sofa, en átti til að lenda uppá kant við mig þegar ég var að þrjóskast á móti henni, held að ég hafi verið að trufla hana frá Bínu og það hafi farið eitthvað í hana. Síðan fengum við Lion King frá Lilju&Tóta þegar þau komu heim, þannig að innkaupalistinn fer minnkandi...reyndar stækkandi þar sem ég er alltaf að finna fleiri myndir :)

miðvikudagur, janúar 14, 2004

Videóupptökuvél

Jæja, nú þarf að fara að versla inn videóupptökuvél til að taka upp stórárið 2004. Búinn að ligga yfir dómum og umsögnum um vélar og hef komist að þeirri niðurstöðu í kvöld/nótt að Sony TRV22 er ágætis vél á ekkert of mikinn $, en það á eftir að ganga betur í málið og sjá hvað er besti kosturinn og hvað er hægt að fá. Hlyn Gauta leist vel á vélina og þetta er Sony þannig að það ætti að vera gott :)

mánudagur, janúar 12, 2004

Tryggingamál

Þessa dagana er verið að ganga frá tryggingamálum. Líf- og sjúkdóma komin frá og þá er bara eftir að fá heimilis/fjölskyldutryggingu, en líklegast verður reynt að sameina bíltryggingu á sama stað, þannig að það þarf að skoða betur. En það verður gott að koma þessum málum frá þar sem við erum að koma okkur upp heimili. Verst hvað áhuginn á þessu er lítill, og innsæið í þessi mál, þannig að maður velur bara eitthvað sem virðist gott og blessað og vonar að þetta sé góð lausn.

miðvikudagur, janúar 07, 2004

2004 gengið í garð

Ég er enn svoldið eftir mig eftir jólin. Við erum búin að hafa það gott og nú er nýja árið hafið fyrir alvöru, allir komnir í vinnu og sumir farnir að sparka meira en fyrir jól. Tókst í nótt að klára Hr. Alheim eftir Hallgrím...reyndar vegna þess að ég hafði alveg gaman að rugli bókarinnar og var ekkert sérstaklega þreyttur...á seinasta kafla var mig reyndar farið að syfja þónokkuð enda kl. orðin 3 þannig að í morgunsárið veit ég ekki hvernig ég komst á fætur...held ég hafi kveikt á lampanum og legið svo í honum í hálftíma þangað til ég rankaði við mér. Bína gaf mér Herrann í jólagjöf og ég les nú ekki hvaða bók sem er í dag, en hún vissi að þæssi væri líklega nægilega rugluð til þess að ég myndi komast í gegnum hana.
Þessa dagana er ég alveg að missa mig í DVD teiknimyndalöngun, á eftir að sjá Atlantis og Gullpláhnetuna, auk þess sem mig vantar a.m.k. Tarzan, Ice Age, Lion King, Toy Story 1&2 og einhverjar fleiri sem ég man ekki í augnablikinu. Hafði ætlað að eignast teiknimyndirnar með íslensku tali líka þannig að það verður að borga morðfjár fyrir hvert stikki...og gott ef ég fækki ekki um eina mynd af listanum á eftir og taki teikmyndakvöld í kvöld.