Veikindin voru yfirstigin í vikunni sem leið og endaði sú vika í bústað. Á staðinn mætu Palli&Erla&Óðinn, Guggi&Harpa, Ásdís og Þóra. Fyrsta kvöldið var lífið tekið með börnunum, en Óðinn og Bjartur fóru svo í pössun á laugardeginum. Heilmikið var farið í heita pottinn um helgina og látið fara vel um sig með bjór í hönd. Pólitískar, og ópólitískar, umræður voru til tals á strákakvöldi í pottinum á föstudaginn. Til að komast að endanlegri pólitískri niðurstöðu um ágæti mismunandi pólitískra stefna var tekið Catan uppá framtíð kostninga. Niðurstaðan var að Framsóknarmenn voru eintómir bændur sem rétt svo gátu haldið lífinu í sjálfum sér. Sjálfstæðismenn voru ekkert að halda uppá vini sína í Framsókn og sáu endanlega til þess að þeirra var ekki björg. Hreinsunarstefna hreinræktaðra aría náði ekki fótfestu fyrir hinu gríðarsterku hugmyndafræði kommúnismanns sem fór sigurför um þessa litlu eyju Catan.
Í barnleysinu á laugardaginn var spilað og leikið sér, grillað og tekinn pottur við hvert tækifæri. Sumir tóku snemma að týnast til hvílu í hlý rúmin, á meðan aðrir héldu lengur til í heitum pottinum fram eftir nóttu. Sunnudagurinn tók svo á móti okkur rigningarmikill og svalur þegar þurfti að taka til á pallinum og þrífa pottinn. Við löggðum af stað í bæinn á sama tíma og Ásdís sem var svo óheppin að vera með sprungið dekk og þurfti að keyra á aumingja alla leið inn til Reykjavíkur. Við tókum fram úr henni og bruðum í sjoppu í Hveragerði. Þegar við fórum að nálgast Reykjavík vorum við á eftir 4 bílum sem virtust ekkert vera að flýta sér og hvað þá að reyna að taka fram úr okkar einu sönnu Ásdísi sem leiddi fylkinguna. Bíllinn fyrir framan okkur tók fram úr Ásdísi og fylgdarmanni hennar og við gerðum slíkt hið sama við fyrsta tækifæri. Vitir menn, fylgdarmaðurinn sem ekkert var að stressa sig á hægri keyrslu Ásdísar var gamall kall( gott ef hann var ekki með hatt...amk með hann við hlið sér ). Stuttu seinna vorum við komin í bæinn og tókum smá tíma að renna augum yfir bílalestina sem fylgdu Ásdísi og "herra öldruðum og óstressuðum". Þar mátti líta góðan bílaflota uppá amk 20 bíla sem komu fast á eftir þeim og ábyggilega ekki allir sáttir við herramanninn sem ekkert var að gera sig líklegan að taka framúr hægfara forystubílnum. En við ákváðum að stoppa ekki lengi og virða bílalestina fyrir okkur og komum okkur áður en við lentum aftur í henni.
Þegar við sóttum Bjart til Bödda vissi hann ekki hvort hann ætti að hlæja eða gráta hann var svo glaður að sjá okkur aftur... sem og vorum við =)
þriðjudagur, nóvember 30, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli