fimmtudagur, október 21, 2010

SSSól 4 ára

Sunna Sæta Sól varð loksins 4 ára í dag. Hún er búin að bíða allt árið eftir þessum degi. Hún er alltaf jafn yndisleg þessi litla elska eins og hún hefur alltaf verið frá því hún kom. Hún var vakin með gjöfum og fékk svo að baka köku í leikskólanum og ráða svoldið. Um kvöldið fékk hún að ráða hvað væri í matinn...ömmu&afa var boðið í súrmjólk með cherios (sem er uppáhaldið þessa dagana). Ekki fengu/þurftu nú allir að borða afmælismatinn hennar ;)
Yndislegt að eiga svona góða stelpu og hafa hana hjá sér...

mánudagur, október 11, 2010

Miss D tveggja

Finnst svo stutt síðan Dagný mætti að það er merkilegt að hún er orðin 2ja ára og verðandi stóra systir. Í tilefni afmælisins var hún vakin með gjöfum: teikniborð frá krökkunum og púðastól frá foreldrunum. Hún var hin kátasta með allt, enda ekki við öðru að búast frá henni; hún er alltaf svo hress og kát. Þó hún sé lítilli 2ja ára heldur hún að hún sé 4 ára verðandi 6 ára. Það hefur sína kosti að alast upp með stórum systkinum og hluti af uppeldi hennar hefur verið frá Sunnu. Alveg magnað hvað þær eru góðar vinkonur og sú yngri apar allt eftir hinni. Þannig að það mætti segja að hamingjan skíni af henni alla daga...í það minnsta er alltaf mikið líf í kringum hana og hún alltaf til í að lífga uppá partýið =)

sunnudagur, október 10, 2010

Hræðilegur matur, hræðilegur pabbi

Byrjum daginn á því að fara í sund og vorum snemma á ferðinni, afskaplega gott hvað við vorum snemma komin út úr húsi og langt síðan við höfum farið í sund. Það bara varð að nýta veðrið í eitthvað annað en að taka til ;)
Síðan var ákveðið að fara í afmælisgjafaleiðangur og eftir búðaráp voru allir orðnir svangir þannig að við fórum á ónefndan hamborgarastað (sem við skulum kalla M). Förum að jafnaði bara einu sinni á ári þangað og ég ætla að reyna að lofa mér því að fara aldrei aftur þangað, maturinn smakkaðist ágætilega til að byrja með en þegar máltíðinni var lokið var þetta bara hræðilegt. Sem betur fer vildu krakkarnir bara ís, þau höfðu meira vit á matnum en við ;)
Fórum svo í leikfangabúð þ.s. ég fann einhverja skrímslagrímu og setti upp. Gekk svo í áttina að Dagný sem átti sér einskis ills von. Hún leit á mig og svona 2 sekúndum seinna umbreyttist andlit hennar í skelfingarsvip og ótta. Hún var ekki ánægð með pabba sinn að vera að hrekkja sig svona. Óskaplega erfitt að eiga svona hræðilegan pabba og hún vildi ekki ræða þetta. En þrátt fyrir hræðilegan mat og hræðilegan pabba tókst okkur að kaupa afmælisgjafir fyrir öll afmæli í október. Það voru víst 7 gjafir sem við komum heim með, og létta buddu ;)

miðvikudagur, október 06, 2010

Gott er að hafa mikinn mat, og marga helgidaga

Við héldum uppá 3 ára trúlofunarafmælið í kvöld með því að fara út að borða á....jú, jú Hereford eins og hefur gerst stöku sinnum í gegnum árin. Eins og oft áður fékk Bína að keyra heim þ.s. ég hafði nóg með mig eftir matinn eins og svo oft áður ;)

sunnudagur, október 03, 2010

Ungababbi

Afskapleg góð helgi er nú að renna sitt skeið. Bína fór með vinkonunum í bústað og var ég því einn heima með krakkana. Föstudagurinn var í rólegheitum heima, allir elduðu pizzur og síðan var kósýkvöld með tilheyrandi sjónvarpsglápi og meðlæti =)
Á laugardeginum byrjaði dagskráin snemma. Ballet sýning hjá Sunnu og voru allir rosalega duglegir. Bjartur hjálpaði til við myndatökuna og Dagný sat framan af stillt og horði á Sunnu fylgja öllum fyrirmælum Guðbjargar balletkennara með sóma. Þegar tíminn var hálfnaður gafst Dagný uppá að sitja kyrr og fór og tók þátt í dansinum. Verður að segjast að hún stóð sig merkilega vel og fylgdi systur sinni í einu og öllu.
Að sýningu lokinni var farið heim og við gæddum okkur á snúðum úr bakarínu. Dagný tók smá kríju og allir voru klæddir fyrir afmælisveislu og stóru krakkarnir máluðu sitt hvort afmæliskortið. Nokkrum tímum seinna vorum við mætt í 2 ára afmæli Bryjnars Arnars þar sem kökur og leikur voru í aðalatriði og gat ég spjallað svoldið við fólk þ.s. krakkarnir voru afskaplega dugleg að dunda sér. Síðan héldum við heim á leið og Böddi&Bekka komu og pössuðu svo ég gat skotist á árshátið um kvöldið.
Náði heim fyrir lok dags og höfðu þau verið góð að vanda. Þurftu nú samt að rífa sig snemma á fætur eins og alltaf er gert um helgar (en aldrei á virkum dögum) þannig að aðeins bar á þreytu hjá 3ja barna föðurnum í dag ;)

föstudagur, október 01, 2010