fimmtudagur, október 21, 2010

SSSól 4 ára

Sunna Sæta Sól varð loksins 4 ára í dag. Hún er búin að bíða allt árið eftir þessum degi. Hún er alltaf jafn yndisleg þessi litla elska eins og hún hefur alltaf verið frá því hún kom. Hún var vakin með gjöfum og fékk svo að baka köku í leikskólanum og ráða svoldið. Um kvöldið fékk hún að ráða hvað væri í matinn...ömmu&afa var boðið í súrmjólk með cherios (sem er uppáhaldið þessa dagana). Ekki fengu/þurftu nú allir að borða afmælismatinn hennar ;)
Yndislegt að eiga svona góða stelpu og hafa hana hjá sér...

Engin ummæli: