laugardagur, september 26, 2015

Klifurapar

Bjartur er alltaf í klifrinu og í dag fengum við að mæta og allir krakkarnir fengu að spreyta sig. Það var mishátt farið en allir höfðu gaman og frábært að fá þetta tækifæri að prófa <3

fimmtudagur, september 24, 2015

Fuglar á fundi

Ég var búinn að vera að rekast á svona fugla í fundarherbergjum í vinnunni...endaði svo með að komast að því hver átti heiðurinn <3 en skemmtilegt að skilja svona eftir fundi :)

mánudagur, september 21, 2015

Nettir fundir

Í einhverri tilraun að bæta fundarmenningu settum við á svið smá uppstillingar og auglýsingar og leyfi þessari að vera hér með til minninga um það :D

föstudagur, september 18, 2015

Litla paprika

Höfum stöku sinnum ræktað upp paprik frá fræi...hérna var eitt slíkt...varð nú reyndar afskaplega lítið þegar það var étið <3

miðvikudagur, september 16, 2015

Lært út á svölum í sólinni

Ekki slæmt að nýta sólina í að skella sér út á svalirnar með félaga og læra :)

Fylgt fyrirmælum

Þegar við fórum með Sunnu til læknis var henni sagt í afgreiðslunni að setjast fyrir framan stofu númer 7...þannig að hún fór rakleitt og plantaði sér beint fyrir framan hurðina og beið :D

laugardagur, september 12, 2015

Pac Man ekki spilakassi

Spilakassinn sem ég minntist einhverntíman á og endaði með litlum stýripinna er stundum tekinn upp...ekkert leiðinlegt að sjá Pac Man í gangi í sjónvarpinu :)

laugardagur, september 05, 2015

Óvissuferð Bóner 2015

Í óvissuferðinni þetta árið var skipt um í tvö lið...stelpurnar voru Súper og strákarnir Leður...bubblubolti, leikir, matur, Fjörukráin, ferðast um Hafnarfjörð og bara almennt gaman :)