föstudagur, mars 27, 2009

Sú eign er bezt, að eiga sem nægir

Fyrir 3 árum eignaðist ég cube og var hinn ánægðasti en nú er hann horfinn af heimilinu. Ég ákvað að það væri tími til kominn að taka til á heimilinu og hætta að safna "dóti". Leyfa einhverjum öðrum að njóta hans enda var hann bara að safna ryki á bakvið sófa og notaður í lítið annað en að keyma gögn. Nýr eigandi sótti vélina og leið mér afskaplega vel að vita að hún fór til mikils makkamanns og safnara sem mun ábyggilega gera henni góð skil um ókomin ár.
Birt án leyfis
Ágætt að byrja að taka til áður en þetta endar svona ;)

sunnudagur, mars 22, 2009

Bara eitt bleyjubarn á heimilinu

Sunna er hætt með bleyju og þá er Dagný eina bleyjubarnið á heimilinu. Get ekki beðið eftir losna við bleyjurnar...og þá sérstaklega kúkableyjurnar sem eru alveg "sætar" fyrstu vikurnar en hjá 2ja ára er þetta orðið full mannalegt ;)

mánudagur, mars 16, 2009

B&L 7 ára

Í tilefni dagsins fengum við Valgeir&Þyrí til að passa gríslingana og fórum út að borða. Af gömulum( og góðum ) vana fórum við á Hereford, en við erum búin að vera sérstaklega dugleg að fara þangað undanfarið ;)


B&L orðin 7 ára