Fyrir 3 árum eignaðist ég cube og var hinn ánægðasti en nú er hann horfinn af heimilinu. Ég ákvað að það væri tími til kominn að taka til á heimilinu og hætta að safna "dóti". Leyfa einhverjum öðrum að njóta hans enda var hann bara að safna ryki á bakvið sófa og notaður í lítið annað en að keyma gögn. Nýr eigandi sótti vélina og leið mér afskaplega vel að vita að hún fór til mikils makkamanns og safnara sem mun ábyggilega gera henni góð skil um ókomin ár.
Ágætt að byrja að taka til áður en þetta endar svona ;)
föstudagur, mars 27, 2009
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
mér varð einmitt hugsað til ykkar þegar ég sá þetta í blaðinu.bestu dótakveðjur.helgamma
hvurslags kreppuhjal er nú þetta?
það er bezt, að eiga sem mezt
Þetta er kannski ekki vandamál með dótið, eða eiga of mikið af því, meira vandamál með að hafa pláss fyrir það allt ;)
Skrifa ummæli