miðvikudagur, apríl 01, 2009

Biðjandi maðr fær börn

Lagðist í bað um daginn, en það voru nú engin rólegheit. Krakkaormarnir þrír voru skríðandi, skvettandi og frussandi um allt baðið og í orðsins fyllstu merkingu að "ormast". Horfði yfir liðið og fannst nokkuð merkilegt hvað þessi hópur var fljótur að stækka og spurning hvort þetta sé ekki komið gott?

Þegar krakkarnir voru bara tvö minnist ég þess að hafa oft að leita að þeim þriðja. Ég hef ekki fundið fyrir því að einhvern vanti eftir að Dagný kom sem ætti að segja mér að þetta sé komið gott.

Auk þess erum við búin með öll vinnuheitin en stuttu eftir að við byrjuðum að búa dreymdi Bínu að við áttum 3 börn sem hétu: Rasshár, Skeggrót og Viðbót. Hafa þessi nöfn verið "vinnuheitin" á krökkunum í óléttunum og þar sem þau eru uppurin myndi það bara flækja málin að bæta í hópinn ;)

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Jesús!! Jakobína... þú og þínir draumar haha... brilliant nöfn, gott samt að þið létuð það vera að skíra börnin ykkar þessum nöfnum. hahaha......hahaha...hahaaaa kv. MS

Bína sagði...

Hahaha já maður er ansi klikk!

Eyrún sagði...

Hvað varð um barnaskarann hans Loga sem hann vildi öll eiga mjög þétt? Þau áttu að vera e-ð fleiri en þrjú í upphafi;)

Logi Helgu sagði...

Farinn að dreyma um notalegheit þegar allir eru orðinir bleyjulausir...nenni ekki að vera að skipta á bleyjum á fimmtugsaldrinum ;)

Er ekki annars kreppa & niðurskurður ;)

Bína sagði...

Fimmtugsaldrinum? Alveg rólegur... þú ert bara þrítugur núna ;o) Annars eru bleyjurnar minnsta málið...

Logi Helgu sagði...

Já, kominn á fertugsaldurinn ;)

Annars getur þetta alltaf hættulegt þegar þau eru orðin fleiri en foreldrarnir og standa saman á móti þeim ;)