miðvikudagur, apríl 08, 2009

Betr er farið, enn heima setið

Þegar ég kom úr vinnu kl. 14 sagði Bína mér að Nonni&Begs væri farin norðu á Gautlönd og spurði hvort við ættum að kíkja til þeirra yfir páskana. Ég fór með þetta aðeins lengra og lagði til að fara sem fyrst og halda áfram á Seyðis og koma Helgömmu að óvart. Einnig höfðum við haft veður af því að Guggi&Harpa væru á leið austur og ekki ver að ná að sjá framan í þau, enda komin "nokkur" ár síðan við hittum þau síðast.

Þegar komið var grænt ljós á að við værum velkomin á Gautlöndum vorum við lögð af stað klukkutíma eftir að hugmyndin var lög fram. Held að við höfum aldrei verið jafn fljót að pakka og komast af stað. Mikill kostur að geta bara pikkað eldri krakkana upp á leikskólanum, skellt þeim beint í bílinn og brunað af stað út úr bænum.

Mjög gott ferðalag sem má lesa meira um á bloggsíðu krakkanna og einnig eru komnar myndir úr ferðinni ;)

Engin ummæli: