sunnudagur, apríl 19, 2009

Af góðum huga koma góð verk

Vaknaði síðastur á heimilinu og sá hvar kaffibolli beið mín við hliðina á koddanum. Sunna hafði augljóslega ákveðið að gefa mér kaffi svona í morgunsárið...hún er alltaf jafn sæt hún Sunna sæta sól ;)

4 ummæli:

Bína sagði...

Hehehehe þetta hljómar eins og það hafi verið ALVÖRU kaffibolli á koddanum.
En Sunna sér sko um sína

Logi Helgu sagði...

Átti einmitt að hljóma þannig ;) Enda vil ég nú ekkert vera að gera lítið úr þessum bollum hjá henni ;)

Atli sagði...

Sótti hún vatn í klósettið?

Logi Helgu sagði...

Nei, hún er nú sem betur fer ekkert að heima að sulla einhverju í þessa bolla. Reyndar kæmist nú ekki einu sinni fingurbjörg fyrir í einum svona, þeir eru svo litlir.