þriðjudagur, ágúst 18, 2015

Ísfjölskyldan

Það er ekki alltaf sem allir eru saman...og hvað þá að allir náist á mynd...en mér tókst að ná einni yfir ísnum :)

mánudagur, ágúst 17, 2015

Af stað!

Hvað er gaman að eiga systur sem er góður vinur...þær eru frábærar saman og alltaf að leika <3

Díselmengun

Vá hvað ég tengi við stelpurnar þegar þær fundu lyktina af díselbílnum við hliðina...þetta getur bara ekki annað en verið meira mengadi en bensínið...svona af lyktinni að dæma ;)

sunnudagur, ágúst 16, 2015

Sundpakk

Alltaf notalegt að skella sér í einhverja sundlaug í nágrenninu...sérstaklega með þessu fólki <3

laugardagur, ágúst 15, 2015

Súkkulaðiskálar

Sunna og Bjartur að sprengja blöðrurnar sem voru notaðar til að mynda skapasón utan um súkkulaði til að mynda súkkulaðiskálar þegar þær voru sprengdar...síðan voru þær fylltar með ís =)

Pabbakoss

Fátt betra en að fá knús og koss <3

sunnudagur, ágúst 09, 2015

Broskall

Glóstöng í munninn og þá er komið bros...klikkuðum að prófa í myrkri :D

Kominn tími á klippingu?

Ágætis fax sem náðist á mynd þarna :)

laugardagur, ágúst 08, 2015

Gleðiganga í úða

Gleðigangan var í smá úða í ár og því voru regnhlífar með í för. Þær voru vel nýttar á tónleikunum þegar krakkarnir skellu þeim saman í hús og skemmtu sér fram og aftur að leika í því :)

þriðjudagur, ágúst 04, 2015

Strákasápukúluframleiðsla á Hvaleyrarvatni

Skemmtileg mynd af okkur feðgum að sápukúla :)

Stelpubátsferð á Hvaleyrarvatni

Veðurblíða og Hvaleyrarvatn...fullt af dóti...þar á meðal gúmmíbáturinn og dagurinn er bara horfinn :) Þær voru nú kannski ekki alveg að valda þessum bát...en það skipti engu máli...það var gaman hjá þeim eins og sést og enginn fór að gráta :)

sunnudagur, ágúst 02, 2015

Í stjörnuljóma

Á tónleikum í Fjölskyldu- og Húsdýragarðinum þessa verslunarmannahelgi var Glowie ein af þeim sem kom fram og stelpurnar sáu varla sólina fyrir henna þegar þær fengu að taka mynd sér með henni :)

laugardagur, ágúst 01, 2015

Það er svo skemmtilegt að skella sér með krakkana út í göngutúr og leikvöll...eitthvað svo notalegt í góðu veðri að kíkja út í göngutúr og sjá hvar við endum =)