laugardagur, júní 25, 2011

Ásinn fundinn

Maggi Tóka bauð til double chance afmlæispóker á Ásnum í Keflavík. Monsi var nýkominn í bæinn og var til í að kíkja í meiri alvöru póker en við æskufélagarnir tökum stundum þegar við hittumst einu sinni á ári yfir bjór.
Þrátt fyrir veikindi í fjögra barna heimilinu tókst að redda pössun á meðan að Bína fór með Dagný uppá heilsugæslu að fá eitthvað við streptókokkasýkingunni.
Þannig að ég og Mons settum upp sólgleraugun og brunuðum suður fyrir.


Ég var spenntur að kíkja fyrir tvær sakir. Í fyrsta lagi að kíkja á Ásinn og taka spil með mönnum sem ég þekkti ekkert og í öðru lagi að prófa double chance sem ég hafði google-að að væri þannig að spilari fengi jafn háan viðbótarstakk(add-on) sem hann ætti inni og mætti bæta við hvenær sem er á tilteknu tímabili að kostnaðarlausu. Þegar ég mætti komst ég að því að double chance hér átti bara við eitt endurinnkaup (re-buy) þannig að ég fékk ekki að spila þá útgáfu sem ég hafði vonast eftir að prófa.
En Ásinn var notalegur og spilararnir virkuðu nánast allir mjög sjóaðir spilarar. Rétt skreið á lokaborðið en datt fljótlega út...
Nánar um spilið


Þrátt fyrir að við komum ekki með brauð heim í bú vorum við hæstánægðir með ferðina og alltaf gaman að taka smá road trip og póker er hin mesta skemmtun ;)

Fjölskyldudagur bankans


Eins og í fyrra heppnaðist fjölskyldudagurinn mjög vel. Veðrið var mjög gott þó svo að rigningarský væru sjáanleg þá kom ekki nema smá úði undir lokin þegar flestir voru farnir að huga að heimferð.
Vonandi fer maður að skella sér í bústað þarna við tækifæri þ.s. ég fékk ekki úthlutun í sumar, sjáum hvort ekki gefist tími í haust/vetur til að kíkja í Selvík og jafnvel kemst maður að næsta sumar =)

miðvikudagur, júní 22, 2011

Fjölskyldudagur Víðivalla 2011


Foreldrafélagið stóð fyrir árlegum fjölskyldudegi hjá leikskólanum í dag. Í upphafi vikunnar var rigningarspá og einhver umræða uppi hvort ætti að fresta en spáin breyttist og hélt helur betur.
Hátíðin fór fram í sól og blíðu og var garðurinn yfirfullur af fólki sem át heldur betur af pylsum og var nóg að gera á bakvið grillið.
Brúðubíllinn var fenginn til að skemmta og var þétt setið í brekkunni á meðan sýningu stóð.
Vel heppnuð hátið að vanda og stóð foreldrafélagið og starfsmenn leikskólans sig með prýði og gaman að sjá svona marga saman komna.

Dagný kveður ungadeild


Þá er Dagný hætt á ungadeild og komin á Bangsadeild með Sunnu. Hún fór um færandi gjafir til allra á Ungadeild í dag og var afskaplega sæt. Frekar spennt yfir að byrja á bangsa og hefur það verið lítið mál. Fór þangað fyrir nokkru að borða morgunmat með Sunnu og mömmu og var ekki sátt yfir að þurfa að fara á unga að matnum loknum, hún hélt að nú væri hún byrjuð á bangsa. Þannig að aðlögunin var meira að hún vildi ekki fara á unga og fór bara á bangsa ;)

sunnudagur, júní 19, 2011

Síli veidd í góða veðrinu

Þreyta greip mig í gær og orsakaði að ég sofnaði mun fyrr en vanalega og var meira en hálfan sólahring sofandi. Þegar ég loksins komst á fætur tókst okkur að komast út á endanum að veiða síli í tjörninni á Víðistaðatúni. Ágætis blíða í dag og ekki seinna vænna en að nýta hana áður en byrjar að rigna á næstu dögum.

Krökkarnir stilltu sér upp í röð og náðist að smella mynd af þeim áður en þau ultu um koll ;)

föstudagur, júní 17, 2011

Hlegið á 17. júní

Við mættum snemma á Víðistaðatún í morgun en þá var ekkert opið eins og hefur oft verið. Þannig að við fórum bara aftur heim og fengum okkur að borða og drifum okkur svo eftir hádegismat.
Veðrið hélt í dag og eftir hoppukastala náðum við skrúðgöngunni koma inná túnið. Þá voru allir komnir með munninn fullan af nammisnuði og farið að horfa á skemmtiatriðin.
Björgin Franz var klárlega með besta atriðið og vakti mikla kátinu.
Hlegið á 17. júní
Síðan var farið í kaffi á Burknavellina og haldið heim um kvöldmatarleiti. Ánægjulegur dagur, þó að sólin hefði alveg mátt brjótast í gegn...ætli maður sleppi ekki að kíkja á skemmtunina niðrí bæ í ár...allir búnir á því ;)

fimmtudagur, júní 16, 2011

Allt um póker

Skál fyrir alltumpoker.com sem fór formlega í loftið 16. júní 2011.Skálað fyrir allt um póker Læt light bjórinn duga núna í upphafi dags og fæ mér eitthvað "karlmannlegra" í kvöld til að halda uppá opnunina ;)

sunnudagur, júní 05, 2011

7 ára Star Wars aðdáandi

Bjartur átti 7 ára afmæli í dag. Dagurinn byrjaði á smá ratleik þ.s. hann rauk út um allt hús frá einni vísbendingu til næstu þangað til hann fann smá gjöf frá okkur. Stóra gjöfin var að hann mátti fara sjálfur og velja sér eitthvað Star Wars dót í búð, en hann hefur nýlega kynnst þessum heim og við feðgar horfðum á fyrstu 3 myndirnar í páskafríinu og bíðum spenntir eftir að ná að setjast yfir næstu 3 ;) Einnig fékk hann gjöf frá systrum sínum og koss =)

En aftur að afmælisdeginum, þá voru róleheit fram til 12 því þá fórum við feðgar í búð að skoða dótið. Eftir að hafa skoðað allt stjörnustríðsdót komum við að samkomulagi að hann mætti taka 2 miðlungs legokassa í staðin fyrir einn stórann. Bjartur var afskaplega ánægður með að fá að fara sjálfur og velja gjöfina frá okkur, þó hann hafi reyndar viljað að DeathStar væri til.
Þegar heim var komið var þrifið og svo fylltist íbúðin af fólki. Þar sem sófinn er í fegrunaraðgerð var picknick stemmning í stofunni. Með afmæliskökum var boðið uppá pizzur og hvítlauksolíu.
Óðinn og Ingibjörg (bekkjafélagar Bjarts) komu svo í heimsókn eftir mat og fengu að vera svoldið frameftir að leika inni hjá honum. Bjartur var ekkert á því að fara að sofa og gerði það ekki fyrr en seint, enda hátt upp eftir góðan dag...nú er bara eitt ár í hamstur sem mamma hans lofaði honum þegar hann var 3 eða 4 ára ;)
Myndir frá bekkjarafmælinu & afmælisveislunni

laugardagur, júní 04, 2011

Bekkjarafmæli Bjarts

Bjartur hélt bekkjarafmæli í dag. Hér enduðu 12 krakkar í 2ja tíma veilsuhöldum. Heilmikið stuð að gúffa í sig mat og sætindum og ekki slæmt að eiga mömmu sem gerir flotta köku.

Gestgjafinn var svo með leik sem hann stjórnaði með prýði þó svo að hann hefði dregist aðeins á langinn. Ég var eitthvað að reyna að leika með smáfólkið og tókst að skipa þeim í lið með leik þ.s. hver og einn fékk mynd af dýri og síðan áttu allir að gefa frá sér hljóð dýrsins og finna sína hjörð(lið) sem var með sama hljóð. Það tókst vel en þegar var farið að láta liðin keppa endaði það með jafntefli til að halda öllum góðum ;)