miðvikudagur, júní 22, 2011

Fjölskyldudagur Víðivalla 2011


Foreldrafélagið stóð fyrir árlegum fjölskyldudegi hjá leikskólanum í dag. Í upphafi vikunnar var rigningarspá og einhver umræða uppi hvort ætti að fresta en spáin breyttist og hélt helur betur.
Hátíðin fór fram í sól og blíðu og var garðurinn yfirfullur af fólki sem át heldur betur af pylsum og var nóg að gera á bakvið grillið.
Brúðubíllinn var fenginn til að skemmta og var þétt setið í brekkunni á meðan sýningu stóð.
Vel heppnuð hátið að vanda og stóð foreldrafélagið og starfsmenn leikskólans sig með prýði og gaman að sjá svona marga saman komna.

Engin ummæli: