miðvikudagur, maí 01, 2013

Sunna balletmær


Enn eitt árið í balletnum búið hjá Sunnu og annað skiptið sem að hún er með í sýningu í Borgarleikhúsinu. Ótrúlega gaman að fá að fylgjast með henni á sviðinu og vissulega vorum við öll (Ég, Böddi, Bekka, Bjartur, Dagný & Þyrí) að rifna úr stolti, en Bína var baksviðs að passa ballerínurnar.
Kynnarnir voru þeir sömu og í fyrra og ég held að Bjartur hafi skemmt sér enn betur en í fyrra ;)
Dagný fannst frekar flott að sjá alla þessa dansa og endaði sitjandi á tröppum uppað sviðinu þar sem hana langaði mest að vera komin upp líka og verður væntanlega þar með systur sinni að ári.