sunnudagur, apríl 22, 2012

Stelpurnar í búðarferð


Systurnar voru í búðarferð með mér. Dagný vildi endilega halda á pokanum en það reyndist ekki jafn auðvelt og hjá pabbanum þannig að Sunna kom til hjálpar og voru þær mjög uppteknar af því að vera að sjá um þetta sjálfar =)

föstudagur, apríl 20, 2012

Vatnaveröld


Það er góð fjölskylduferð að skella sér í bílinn, keyra inn í Reykjanesbæ, sund í Vantaveröld og borðað á KFC á eftir...þetta höfum við gert nokkru sinnum og gerðum um daginn.
Vatnaveröld er mjög hentugur sundstaður þegar börnin eru lítil og geta þau haft endalaust gaman að. Reyndar lenti Sunna í að fá sund-körfluboltaspjald ofan á sig og hefði getað endað illa, en ég var sem betur fer nærri og allt fór vel...starfsmaður kom um leið og sagði að þetta gerðist þar sem að botnin sem að hélt spjaldinu læki. Ég var of upptekinn til að benda viðkomandi á að fjarlægja þetta á meðan það væri gert við þetta..
En það voru allir sáttir við ferðina og ekki síður sáttir við að fara á KFC sem hefur RISA stórar klifur- og rennibrautarsvæði sem að verður reynar oft til þess að lítil eirð er að sitja og borða...en það skemmta sér allir vel ;)

fimmtudagur, apríl 19, 2012

Sumardagurinn fyrsti


Fyrsti sumardagur var tekinn snemma þegar að yngsti fjölskyldumeðlimurinn vildi ekkert vera að eyða "morgninum" í eitthvað hangs í rúmminu. Hann fékk nú samt að liggja aðeins uppí þangað til að Dagný mætti og þá var ekkert annað að gera en að byrja daginn með hafgragraut.
Restin skreið svo á fætur á aðeins eðlilegri tíma og síðan var haldið niður á Víðistaðatún þar sem eldri krakkarnir fóru í víðavangshlaup. Stelpurnar hlupu saman og passaði Sunna vel uppá litlu systur: leiddi hana allan tímann og hjálpaði henni upp þegar hún datt. Það var ekkert verið að stressa sig yfir að vera fyrstar heldur bara að vera saman.
Bjartur hljóp svo aðeins lengri leið og þar var takmarkið bara að komast á leiðarenda. Ég var með myndavélina á lofti og hafði gaman að því að heyra hann á spjallinu við bekkjarbróður sinn...það voru engar áhyggjur af því að vera í forystu, enda var hann alveg með það á hreinu að hann var 4 síðasti og sáttur við með sitt.
Ég hafði nú ekki vit á því að klæða mig í hlaupagallann og taka 2km hlaup...kannski á næsta ári ;)

Smá slökun fram eftir degi og fórum svo í kaffi til Bödda&Bekku þar sem ég hlýddi Bjarti og fór í sófann eins og ég geri ALLTAF að hans sögn...sem er jafnvel rétt...en það bara svo rosalega gott að leggja sig í honum ;)

Út að borða og svo fengu allir ís...góður dagur, góð byrjun á sumri.

fimmtudagur, apríl 12, 2012

Svipaðar systur?


Ég get seint sagt að Sunna & Dagný séu mjög líkar...þó svo að margir segi það og hef meira að segja verið spurður hvort þær væru tvíburar...þá sé ég það ekki...en þegar ég tók þessa mynd af þeim út á svölum átti ég nú hálfgerðum vandræðum að sjá á milli hver væri hvor...en held að það sé nú bara hárið sem var að valda þessum vandræðum hjá mér ;)

mánudagur, apríl 09, 2012

Páskabörn


Það var fríður hópur sem hljóp um allt hús í morgun í leit að páskaeggjunum sínum. Bjartur & Sunna földu eggin og Dagný fékk að hjálpa til. Síðan fylgdi Sindri þeim hvert sem þau fóru og hafði ekki smá gaman af því að vera hluti af genginu.
Síðan var öllum stillt upp í ljósmyndatöku og eins og sjá má af myndinni hér fyrir ofan voru sumir alveg með'da ;)
Eggin voru svo opnuð og Sindri sat sem fastast kyrr þarna á gólfinu...enda hæstánægður að moka uppí sig súkkulaði. Hann sat þarna einn og yfirgefinn alveg þangað til að eggið hans var búið. Þá fór hann á stjá og byrjaði að betla súkkulaði af pabba sínum og stela af systkinum og var fljótur að koma sér af vettvangi áður en að nokkurt þeirra tók eftir því að hann náði sér í bita ;)

föstudagur, apríl 06, 2012

Páskabjórinn


Þó svo að Benedikt 9. frá Borg hafi verið rosalega góður þá var Páska Bock frá Víking var páskabjórinn hjá mér í ár. Einstaklega vel heppnaður fyrir mína bragðlauka: mildur, sætur og ögn af brenndu bragði en ekki of mikið...hreint sælgæti =)

mánudagur, apríl 02, 2012

Páskaeggjaleit


Það var góður hópur af krökkum sem leitaði að páskaeggjum í Hellisgerði eftir vinnu. Baldvin Hrafn og Gústaf Bjarni fóru snemma og földu eggin og síðan mættum við eftir vinnu og þó svo að ekki nema 4 vinkonurnar hittust voru 13 börn sem hlupu út um allt Hellisgerði í ágætis veðri og fundu öll eggin. Reyndar var lengi leitað að auka eggi þangað til að uppgötvaðist að Sindri var með það ;)