fimmtudagur, febrúar 09, 2012

Páskanir koma snemma í ár


Benedikt hinn 9. er kominn í hús þökk sé Prinsinum í Borg sem ég hitti í gær. Það var ánægjuleg heimsókn að sjá hvaðan allur þessi góði bjór sem ég hef verið að drekka er kominn. Ég lærði margt fróðlegt og þessi heimsókn jók til muna áhuga minn á framleiðslunni frá Borg sem var þó nokkuð mikill fyrir =)
Ekki verra að fá smá forskot á páskauppskeruna þannig að páskarnir koma snemma í ár ;)
Benni fellur vel að mínum bragðlaukum eins og allir Borgbjórarnir virðast gera. Finnst hann vera mjög skyldur Úlfi (náskyldur ættingi) en mun mildari og eitthvað "auðveldari" í aðkomu...sú lýsing verður að duga eftir fyrstu flösku ;)

Engin ummæli: