föstudagur, febrúar 03, 2012

Pókerárið langt komið hjá Bjólfi


Þá eru fyrstu tvemur mótaröðunum á þessu pókerári hjá Bjólfi lokið.

Þrátt fyrir slæma byrjun á fyrsta kvöldi fyrsta móts tókst mér að vinna mig uppí annað sætið í því móti og ná hluta af lokapottinum og ágætis stöðu í Bjólfsmeistaranum 2012. Mót 2 tók smá dýfu á 2 kvöldi þegar ég datt snemma út en með sigri á síðasta kvöldi tókst mér að ná 3ja sætinu á því móti og aftur næla í smá hluta af lokapottinum auk þess að vera jafn í baráttunni um meistaratitilinn með Mikkalingnum og Eiki Bót er fast á hæla okkar. Mér tókst að taka tvo góða potta með algjöra hunda á hendi þegar ég fékk menn til að pakka á móti mér (þoli ekki þegar ég ákveð að reyna þetta...en það er í lagi á meðan þetta gengur upp) og síðan náði ég góðum potti af Mikkalingnum þegar ég var með nuts en hann hélt ég væri að blöffa sem varð honum dýrkeypt.

Einnig náði ég einu priki í 7-2 keppninni, þannig að ég er aðeins einu priki á eftir Pusa sem heldur áfram að leiða þá keppni eins og í fyrra.

Iðnaðarmaðurinn bauð heim á síðasta kvöld og ekki nóg með það heldur tók hann upp Surt frá Borg sem ég er búinn að gera dauðaleit að. Þannig að ég fékk 2 sopa af þessum sterkasta bjór Íslandssögunnar (12%) sem mér fannst ákaflega ljúfir og þykir mér verst að eiga ekki nokkrar flöskur til að geta notið og geymt jafnvel því hann er áætlaður bestur 2022. En ég á von á að fá eina, þarf síðan að velja mér góðan tíma til að drekka hann...en þangað til er ég enn að klára Stekkjastaurana sem ég fékk frá Bjólfsfélögunum =)

Aðeins lokamótið eftir sem er einu kvöldi lengra og lýkur með bústaðaferð sem mikil eftirvænting er fyrir allt árið. Næstu 4 kvöld eiga eftir að verða spennandi & skemmtileg eins og alltaf og gaman að setjast með félögunum yfir spil mánaðarlega ...og ekki verra ef góður bjór er við höndina ;)

Engin ummæli: