miðvikudagur, febrúar 29, 2012

Gift & farin í brúðkaupsferð


Í tilefni þess að við erum búin að ná 10 árum ákváðum við að láta loksins verða af því að ganga í það heilaga. Skelltum okkur til sýslumanns eftir hádegið og brunuðum svo beint út á flugvöll og verðum úr landi í nokkra daga ;)

Eftir trúlofunina vildi Bína nú gera þetta sem fyrst en ég hafði nú alltaf séð fyrir mér 2010 eða 2012. En óléttur komu í veg fyrir 2008 og 2010 þannig að ég fékk mínu framgengt ;)
Vorum búin að velta mikil fyrir okkur hvar við ætluðum að halda brúðkaup og hvenær. Bína kom um daginn með þá hugmynd að gifta okkur 29. febrúar og fara þá í brúðkaupsafmælisferð á 4ra ára fresti...mér leist vel á það og enduðum við á að bóka flug og athöfn fyrir 2 vikum =)


Það er stefnt á brúðkaupsveislu síðar á árinu þar sem við munum safna fólki saman og halda vel uppá þetta við tækifæri með vinum & vandamönnum...en ætlum að byrja á að njóta þessa bara tvö ;)

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Vá til hamingju bæði tvö :) flottur dagur :)
kv laufey

Nafnlaus sagði...

Jahér! Til hamingju!
það munar náttúrulega að getað látið Bjart gæta bús og barna
Elisabet

Nafnlaus sagði...

jahér þetta kom flatt upp á mig :)
til hamingju
Snorri