miðvikudagur, febrúar 29, 2012

Ferðalag til Köben


Eftir brúðkaupskossinn skelltum við okkur uppá flugvöll þar sem við gæddum okkur á Humarpizzu í rólegheitunum ásamt hvítvíni og bjór...þetta hjónaband gat ekki byrjað betur ;)
Afskaplega notalegt að fljúga seinnipart í miðri viku og hafa næstum flugstöðina alveg út af fyrir okkur.
Þegar við lentum í Kaupmannahöfn tókum við Metro beint niðrí bæ á Nörreport og gengum niðra á Fox hótel. Ég hafði skoðað leiðina á Google maps kvöldið áður og séð að það var 7eleven á leiðinni sem við stoppuðum í og keyptum smá snarl í morgunmat. Þegar við tékkuðum okkur inná Fox mundi hressi þjónninn allt í einu eftir því að við áttu eitthvað hjá honum og sagði að við ættum góða vini...vitir menn, kampavínsflaska með kveðju frá Hörpu&Guggz =)
Klukkan var farin að nálgast fimmtudag þegar við komum uppá 4 hæð í japanskt þemaða herbergið.

Engin ummæli: