mánudagur, desember 12, 2005

Rokkaldurinn

Þá er rokkári 27 loksins gengið í garð hjá mér. Þónokkrir mundu nú eftir afmælinu og fékk þar á meðal varnaðarorð um að passa nú uppá mig á þessu mikilvæga ári fyrir tónlistarmenn. En þ.s. ég er nú ekki búinn að meika það, og fleiri hafa lifað af 27. árið í tónlistarheiminum heldur en hafa farist á því, þá tel ég mig hafa tölfræðina mín megin.

Þrátt fyrir að tónlistin sé aftur farin að taka tíma frá manni þá reynir maður að eiga sem mestan tíma fyrir fjölskylduna, þótt það oft ekki langur tími á hverjum degi. Um daginn kom Bjartur hlaupandi fram hlæjandi í átt að eldhúsborðinu þar sem við foreldrar hans vorum niðursokkin yfir morgunmatnum. Var þetta mjög óvanalegt miðað við litla þ.s. hann er meira fyrir að gráta ef hann vaknar einn í rúminu okkar, en hann fær iðulega að kíkja uppí til okkar undir morgun. Enda er hann búinn að vera óskaplega skemmtilegur og hress undanfarið og vonum að hann haldi því áfram. Fékk að gista hjá afa&ömmu 2 nætur um helgina, þ.s. foreldrar hans voru mjög uppteknir af skemmtanalífinu hjá sér.

12 dagar til jóla og flest allar gjafir tilbúnir, þó á eftir að klára hitt og þetta þannig að það er nóg að gera fram að jólum...