laugardagur, febrúar 27, 2010

Hún sér ei sólina fyrir henni

Ég, Sunna og Bjartur fórum í búð í dag. Bjartur var á leið í afmælisveislu og í leiðinni var Sunna með gamla duddu meðferðis. Hafði hún gefið Dagnýju allar duddurnar sínar en hélt þessari eftir og hafði verið ákveðið að nota hana til að borga fyrir Ariel dúkku sem við sáum daginn áður. Hún var hæstánægð með dúkkuna og meira en fús að láta af hendi síðustu dudduna í staðin fyrir uppáhalds prinessuna sína sem tekur nú þátt í einu og öllu með henni þessa dagana =)

föstudagur, febrúar 19, 2010

Nýir siðir koma með nýum herrum

Pönkþemað í vinnunni í dag var alveg magnað. Tiltektardagurinn fór alveg út um þúfur á öllum hæðum þegar pönkararnir af 2. hæðinni gengu berseksgang um húsið. Við héldum nú aðallega til í æfingarhúsnæðinu sem við innréttuðum utan um pönkhljómsveina okkar FOKKYOU. Allir á hæðinni voru meðlimir eða grúppíur/rótarar og var rokkað fram eftir degi. Aðalfundur starfsmannafélagsins var svo eftir vinnu þar sem hörðustu partýdýrin héldu stuðinu áfram langt fram eftir kvöldi og héldum svo innreið í bæinn...

laugardagur, febrúar 13, 2010

Góðra manna gleði er gulli betri

Árshátíð Hafnarfjarðarbæjar var í kvöld og hituðum við upp með að hitta starfsfólkið á Víðivöllum í forpartýi. Skemmtilegt fólk og allt of sjaldan sem maður hittir það. Þegar allir voru komnir í banastuð var kominn tími til að leggja land undir fót og hitta alla hina Hafnfirðingana. Rétt tókst að samala liðinu út í rútu án þess að hafa of mikil læti til að styggja nágranna partýstaðarins.
Árshátin var með eindæmum glæsileg og í þetta skiptið héldu Hafnfirðingar í útrás á Brodway í Reykjavík, ekki margir sem stunda útrás á þessum tímum sem herja á landið.
Merkilegt að ég skuldi aldrei hafa komið inná þennan stað fyrr =)