mánudagur, desember 12, 2005

Rokkaldurinn

Þá er rokkári 27 loksins gengið í garð hjá mér. Þónokkrir mundu nú eftir afmælinu og fékk þar á meðal varnaðarorð um að passa nú uppá mig á þessu mikilvæga ári fyrir tónlistarmenn. En þ.s. ég er nú ekki búinn að meika það, og fleiri hafa lifað af 27. árið í tónlistarheiminum heldur en hafa farist á því, þá tel ég mig hafa tölfræðina mín megin.

Þrátt fyrir að tónlistin sé aftur farin að taka tíma frá manni þá reynir maður að eiga sem mestan tíma fyrir fjölskylduna, þótt það oft ekki langur tími á hverjum degi. Um daginn kom Bjartur hlaupandi fram hlæjandi í átt að eldhúsborðinu þar sem við foreldrar hans vorum niðursokkin yfir morgunmatnum. Var þetta mjög óvanalegt miðað við litla þ.s. hann er meira fyrir að gráta ef hann vaknar einn í rúminu okkar, en hann fær iðulega að kíkja uppí til okkar undir morgun. Enda er hann búinn að vera óskaplega skemmtilegur og hress undanfarið og vonum að hann haldi því áfram. Fékk að gista hjá afa&ömmu 2 nætur um helgina, þ.s. foreldrar hans voru mjög uppteknir af skemmtanalífinu hjá sér.

12 dagar til jóla og flest allar gjafir tilbúnir, þó á eftir að klára hitt og þetta þannig að það er nóg að gera fram að jólum...

laugardagur, nóvember 12, 2005

Líkbrúðurin

Alltaf jafn gott þegar við Bína tökum okkur til og gerum eitthvað saman, þótt það sé ekki merkilegra en að skreppa á Vegamót og fá góðan mat á góðu verði og setjast svo í bíósal. Þar sem alltaf er svo mikið að gera er ákaflega gott að brjóta samverustundirnar upp með því að gera eitthvað út af vananum...og að fara í bíó er ekki eitthvað sem ég geri mjög oft. En þegar Tim Burton kemur með nýja mynd skellir maður sér :) Eins hrifinn og ég er af Nightmare before Christman þá er Corpse Bride ekki jafn spennandi, ekki við fyrstu sýn. Rosalega flott og skemmilegar persónur og brúður, en söguþráðurinn aðeins of rólegur og fyrirsjálanlegur fyrir mig. En engu að síður verður maður aldrei fyrir vonbrygðum á Tim Burton mynd, ekki ég allavegana...frekar að maður býst bara við svo miklu af honum þ.s. hann á nokkrar stórmyndir sem maður heldur uppá. Þannig að kvöldið var ákaflega gott og endaði fyrir framan sjónvarpið það sem svefninn var farinn að síga yfir alla í fjölskyldunni en Bjartur var nú afskaplega stilltur að vanda og löngu sofnaður hjá Ömmu&Afa.

mánudagur, nóvember 07, 2005

Svefnleysi

Helgarfríið á Seyðisfirði var allt og fljótt að líða, jafnvel þótt við mættum á fimmtudegi og fórum ekki fyrr en á mánudegi. Við hefðum alveg verið til í a.m.k nokkra daga heima á Múlaveginum =) Við náðum að hitta á Grím og foreldra þegar við kíktum í kvöldheimsókn í Garð. Grímur samþykkti ekkert annað en að taka þátt í kjaftaganginum og fékk að hoppa svoldið um líka. Þeir félagar, Bjartur og Grímur, hittist á fimmtudeginum og sýndi mikla tónlistarhæfileika þegar þeir tvímenntu á píanóið í Garði.
Ari Björn og Bjartur fóru saman í íþróttir með fleiri krökkum og léku sér svo saman á sunnudaginn. Ari Björn keyrði Bjarti í flotta bílnum sínum og sýndi okkur kisuna sína, en passaði nú líka uppá að Bjartur væri ekkert að leika sér of mikið að dótinu sínu. Símon og Ásta buðu okkur svo í gæs á sunnudagskvöldið sem endaði í nokkrum bjórum og værum blundi þegar heim var komið. Vonandi verðum við nú aftur á Seyðis um áramótin.
En nú er maður kominn aftur heim og alltaf nóg að gera, enda farið að styttast til jóla og það er nóg sem þarf að undirbúa og skipuleggja í jólagjafamálum. Stefnan var nú hjá mér að versla allar jólagjafirnar á netinu, og fá þeir bara sendar heim þannig að ég þyrfti ekki að fara í búð, en það urðu nú bara nokkrar sem voru pantaðar á endanum...þetta hefst kanski einhver jólin( þegar maður er orðinn of gamall til að fara í búð ). Kóngulóarbandið er eitthvað að spá í að koma jólalagi í spilun í ár þannig að það er alltaf nóg annað að gera heldur að skirfa eitthvað röfl hérna og merkilegt hvað mér tekst aldrei þessa dagana að koma mér í rúmmið fyrr miðnætti er löngu liðið...

fimmtudagur, október 27, 2005

Heimahagarnir

Halló heimur...eða halló röfl/blogg, ég er á lífi...damn hvað það er sorglegt að tilkynna að maður sé á lífi...og enn sorglegra að tilkynna það í bloggið sitt. En þótt að margt merkilegt hafi gerst síðan ég fór á Megadeth tónleika þá hef ég bara verið kjaftstopp síðan þá...það var nokkuð merkilegt að hafa æskuhetjuna sína á svona smá sviði á Íslandi í nokkra metra fjarlægð og gott ef hann var ekki bara nokkuð edrú =)
Til að stikla á því helsta síðan...Verslunarmannahelgin var í góðra vina hóp á Akureyri, vetur kom snemma á höfuðborgarsvæðinu, Bjartur byrjaður að spjalla og telja, Bína byrjuð að vinna, hin ýmsu afmæli og fleira sem mætti finna í mynaalbúmum og Kóngulóarbandið komið aftur á ról...
En nú erum við fjölskyldan komin austur á Seyðisfjörð og höfum það gott hjá Helgu ömmu. Snjór er yfir öllu á austurlandi og komumst við í jólafíling þegar við mættum á snjóklæddan flugvöllinn. Dimmt er yfir og kósy inniveður sem og fínt að kíkja út í göngutúr í myrki og snjó.

miðvikudagur, júní 29, 2005

Megadauða tónleikar

Dave Mustain og félagar voru í heilmiklum rokkfíling þegar þeir stigu á stokk á Nasa á mánudagskvöldið. Ég var nú með blendnar tilfinningar þegar ég heyrði að tónleikarnir væru komnir inná Nasa frá Kaplakrika en það var ekki ekki verra. Drýsill steig fyrst á svið og var gaman að sjá Eirík Hauks taka fram rokkröddina, þó ég þekki nú ekki til þessarar sveitar frá fyrri tíð. Þegar Dave loksins lét sjá sig með Megadeth á svið var nokkuð ólýsanleg tilfinning, enda hef ég verið aðdáandi hans í þónokkur ár, eða það er tónlistarhæfileikum hans en annað í hans lífi er kannski mis gáfulegt. Það var frábært að fá þá á svona "lítinn" stað þ.s. manni leið næstum eins og að bandið væri að spila bara fyrir mig á köflum. Þótt að Megadeth menn hafi ekki verið með neina sýningu eða að hafa fyrir einhverjum tilþrifum eða klæðaburði skipti það engu þar sem tónlistin var svo mögnuð og spilamennskan nánast óaðfinnanleg. Eftir tónleikana var maður hálf orðlaus og átti ekki nógu góð orð til að lýsa upplifuninni, en þetta var "helvítis" rokk sem vel var virði að vera með hellu á öðru eyra út næstu viku =)

föstudagur, júní 24, 2005

Bústaður

Farið var í Grímsnesið, nánar tiltekið í Hraunborgir, á sólríkum 17. júní. Verið var með eindæmum gott þann föstudaginn og laugardaginn líka. Bekka&Böddi, Valgeir, Balli og Lilja&Svala komu með og bættist Harpa við á laugardaginn. Á laugardeginum fórum við í Slakka þar sem dýrin voru skoðuð í yndælis veðri. Á sunnudaginn týndist liðið svo heim eftir góða helgarferð, en við krílin vorum eftir. Guðjón&Harpa kíktu í formúlu/grill, en formúlan var nú hálf döpur en grillið heppnaðist hinsvegar mjög vel. Þar var nýsjálensk nautalund sem hafði marinerast í hvítlauk í nokkra daga í aðalhlutverki, en ekki síðri var gráðostasósan. Heilmikil rigning tók við á sunnudeginum en birti þó með kvöldinu þegar létta fór á skýjunum. Helga Björt, Anna og Matthildur komu í heimsókn á þriðjudaginn og var létt stelpnapartý sett af stað á meðan ég fór með Bjart í pottinn og síðan í háttinn, en við kallarnir höfðum mest lítið til málanna að leggja hjá kellunum :) Á miðvikudaginn fórum við að skoða Gullfoss og Geysi, þó það hafi nú verið Gullfoss og Strokkur sem tekinn er við af Geysi gamla. Þá var vind farið að lægja og sólin aftur sýnileg af íseyjunni. Fimmtudaginn fórum við og skoðuðum okkur um á Sólheimum og vorum mjög hrifin af staðnum. Böddi&Bekka komu í heimsókn um kvöldið og komu í grillrest en eitthvað var eftir af nautalundinni sem og gráðostasósunni sem ég átti mjög erfitt með að skilja mig frá. Við Bína fórum svo í pottin og klárum bjórinn sem til var í bústaðnum þannig að svefn var ekki eins mikill og óskast hefði verið fyrir seinustu nótt í bústað, enda vorum við hálf uppgefin þegar við komum heim á föstudeginum =)

Ferðalag á Austurlandið

Keyrðum á Akureyri 2. júní og gekk ferðin norður til Akureyrar mjög vel. Bjartur svaf frá göngunum til Staðaskála. Þá tókum við smá matarpásu og heldum förinni áfram. Bína tók við akstrinum og ég datt alveg út alla leiðina á Blönduós. Þá var tekið smá stopp þ.s. Bína var farin að þreytast og ég tók aftur við og kláraði á Akureyri. Við gistum eina nótt á farfuglaheimilinu Stórholti sem okkur líkaði ákaflega vel. Fengum stórt og mjög snyrtilegt herbergi, mun betra en við áttum von á að fá á farfuglaheimili og munum við ábyggilega gista aftur á Stórholtinu. Daginn eftir fórum við og kíktum á Emil afa þar sem hann hafði það notalegt á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Hann leit bara þokkalega út og hafði Bjartur heilmikið gaman af því að kíkja á kallana á sjúkrahúsinu. Við héldum svo áfram ferð og enduðum á Seyðisfirði eins og áætlað var nokkrum tímum seinna. Eins árs afmæli var haldið á Múlaveginum á sjómannadaginn og var heilmikið stuð þar á bæ. Veðrið var nokkuð gott en kaldur gustur var nokkuð stöðugur inn fjörðinn. Heilmikið var gert af því að liggja í leti og hafa það notalegt og vorum við ekkert á stressa okkur á að gera eitt né neitt, enda höfðum við það mjög gott hjá Helgu ömmu. Lagt var aftur að stað heim næsta sunnudag í fínu keyrsluverðri undir breiðum skýjabökkum. Við stoppuðum á Höfn og fengum okkur smá snæðing á Ósinum og heldu áfram. Þegar við vorum komin framhjá fyrirhuguðum gistingarstað á heimferðinni ákváðum við að klára bara keyrsluna af á einu bretti. Bjartur var nú ekki alveg sáttur við að stuttu seinna sem endaði með því að við stoppuðum og fórum með hann útí móa að teygja úr honum. Þá kom heilmikill ropi eftir mjólkurþamb í bílnum sem hafði verið að pirra kallinn. Haldið var áfram og gekk heimferðin bara nokkuð vel, þótt Bjartur hafi nú ekki sofið mikið á heimleiðinni.

laugardagur, maí 14, 2005

Kóngulærnar komnar á ról...

Þá hefur Kóngulóarbandið tekið aftur saman eftir góðan dvala. Í gær spiluðum við fyrir Víðistaðaskóla og höfðu þeir sem þarf voru gaman að, og merkilegt hvað krakkarnir gátu hoppað um en prógrammið er ekki af rólegra kantinum. Eftir 2 vikur verður svo rokkað í Fjarðarbyggð á Sjómannadagshelginni.
Bjartur er eitthvað að leika sér að hita öðru hvoru, og við erum með áhyggjur af því að eitthvað sé í eyrunum, en hann fiktar iðulega í þeim þegar hann er þreyttur og er einhver móðursýki í okkur( en þó aðallega honum því hann ER mömmusjúkur ). Styttist í sumarfrí í júní, en þá verður haldið uppá 1. árs afmælið á Seyðis hjá Helgu ömmu =)

föstudagur, maí 06, 2005

Hitchikerinn

Fórum á forsýningu á The Hitchhikers guide to the Galaxy á fimmtudaginn í góðra vina hóp. Hafði ætlað að taka Hall bróðir með mér, en hann komst ekki. Hann hefði átt það skilið að ég hefði boðið honum á myndina, þ.s. ég er búinn að vera með bókina hans í láni í nokkur ár...mörg ár =)
Myndin var nokkuð skemmtileg, sérstaklega ef maður hafði lesið bókina( en ekki nýlega, þá hefði maður ábyggilega verið pirraður á hlutum sem breytt var og sleppt ). Marvin var nú reyndar ekki alveg að ná að skila sér í gegn í myndinni, enda nennir fólk varla að hluta á þunglynt vélmenni í langan tíma. Ekki er alveg vitað hvernig leikkonan sem leikur Trillian fékk hlutverkið, en ábyggilega ekki fyrir leikhæfileika sína, hún var áberandi slæm. En myndin lúkkaði vel og hélt ágætist dampi, þótt hún hafi verið síðri eftir hlé.

miðvikudagur, apríl 27, 2005

Sólhatturinn til bjargar?

Jæja, þegar að Bjartur fór að ná sér af lungabólgunni datt ég í hálsblógu með tilheyrandi slími og beinverkjum. Sumardagurinn var sólríkur, en ég hafði það bara skítt inni í veikindunum og var ekki kominn á ról fyrr en á laugardagkvöldið. Það er hálf þreytandi hvað ég er veikur fyrir svona hálsbólguvírusum og tekst alltaf að pikka eitthvað upp, ekki nema mánuður síðan ég var síðast veikur. Nú verður látið reyna á sólhatt og sjáum hvort hann hressi ekki eitthvað uppá ónæmiskerfið. Læt mér duga að taka 2 töflur einu sinni á dag. Stórundarleg pakkning á þessu dópi, þar segir 2 töflur 1-4 sinnum á dag, en "mikil" notkun má ekki vera meira en 2 vikur í senn. Gera þetta líklega eins óljóst og hægt er svo fólk kenni sjálfum sér um ef þetta virkar ekki. Skil ekki tilganginn í því að framleiða þetta í töfluformi sem þarf síðan að taka 2 í hvert skipti, held að þetta sé bara eitthvað svindl eins og að láta fólk setja nógu mikið af tannkremi á tannburstann svo það kaupi nýja túpu fyrr.

sunnudagur, apríl 10, 2005

Heiðardalurinn

Fjölskyldan skrapp austur um páskana. Ég tók mér frí í dymbilviku( vikunni fyrir páskahelgina, lærði þetta núlega ) þannig að við höfðum góða viku á Seyðis. Ekki var nú aðkoman í fjörðinn góð þar sem blámi úr bræðslunni lá yfir bænum, en sem betur fer var hann farinn daginn eftir og lét ekki sjá sig meir. Veðrið var gott fyrir austur og höfðum við það afskaplega gott, enda var nóg af fólki á Múlaveginum. Bjartur var nú smá tíma að venjast fólki, og þegar hann var búinn að taka alla í sátt var farið aftur heim. Við erum búin að vera með óþarfa áhyggjur af kallinum. Hann er búinn að fara í gegnum tanntöku, kvef og hjartaskoðun á stuttum tíma, auk þess sem hann hafið lítið sem ekkert þyngst frá lokum febrúarmánaðar. Þannig að hann hefur átt mestan okkar hug og hefur maður verið svona nett á nálum, þótt það hafi verið óþarfi því hann virðist hafa það fínt og kvartar ekki undan neinu. Þannig að við foreldrarnir erum bara sannkallaðir foreldrar með endalausar áhyggjur af barninu =)

Enn það er alltaf nóg að gera, sem sannast á því að hér er sjaldan ritað, þar sem tíminn fer í annað =)

sunnudagur, mars 06, 2005

Tíminn fýgur...

...þegar mikið er að gera. Óðinn Bragi hélt upp á eins árs afmæli um helgina og við Krílin kíktum í veislu til læknafjölskyldunnar.
Fjölskyldan fór svo á laugardagsrúntinn, þar sem farið var á Devitos, verslaðar bækur í Perlunni og matur fyrir kvöldið. Símon&Ásta komu suður með Ara Björn og hittumst við í vikunni og á laugardagskvöldið.
Í dag var svo bara letilíf framan af degi, Bjartur var nú eitthvað að þrjóskast við að fara að sofa en tók sér síðan smá lúr. Fórum á rúntinn og tókum myndir af Bjarti í Hafnarfjarðarsveitinni, en líklega vorum við nú komin inn í Garðabæ sem virðist umlykja fjörðinn. Bíllinn fékk góðan þvott og síðan var rólegt kvöld hjá okkur feðgum á meðan Bína fór að hitta vinkonur sínar. Bjartur var nú sofnaður þegar Bína fór, þannig að smá tiltekt og Rocky 5 var kvöldið hjá mér =)

miðvikudagur, febrúar 23, 2005

Konudagurinn

Við feðgar fórum út í verlunarferð á konudagsmorgun. Fyrst var keypt bakkelsi fyrir hádegið og rauð rós. Síðan varu keyptar svínalundir fyrir kvöldið og leigðum spólur þannig að dagurinn var nokkuð planaður. Bína var hæstánægð með kallana sína þegar við komum loksins heim, en það tók nú sinn tíma að safna öllu saman. Um kvöldið voru svo lundirnar grillaðar og horft á imbann í mestu makindum, með grillaða banana og ís í eftirrétt. Í dag var svo áframhald af konudeginum, en þegar við versluðum rósina fengum við tilboð á A.Hansen út að borða, þannig að við skelltum okkur þangað í kvöld. Heilmikill matur og nú er rétt næg orka til að liggja og melta...

föstudagur, febrúar 04, 2005

Fjölskyldubíllinn

Loksins varð af því að við fengum okkur nýjan bíl. Okkur er búið að dreyma um að versla einn Renault Scenic í meira en ár. Á miðvikudaginn fórum við í B&L í þeim erindagjörðum að versla nýja afturþurrku á Clio-inn gamla. Daginn eftir ókum við af planinu á 2003 árgerð af Renault Scenic. Það var bara einfaldara að drífa í því að fá sér þennan bíl, þ.s. það var nú dagskrá að gera það fyrir sumarið. Við erum rosalega ánægð með gripinn og ekki spurning að næsti bíll verður sama týpa, bara nýrri árgerð =)

miðvikudagur, janúar 26, 2005

Bóndadagurinn og góð helgi

Á bóndadaginn fóru mæðginin uppí bústað án mín. Ég átti nú svoldið efritt að sætta mig við það, en var ekki tilbúinn að fórna bandýtíma á laugardagsmorgninum. Kalladagurinn fór í að hitta Vefsýnarmenn og spila Axis&Allies, sem kláraðist reyndar ekki þar sem það var útséð að þyrfti meiri tíma en eitt kvöld, aðallega vegna þess hve ég var lengi að gera, enda var ég bæði með rússa og kanann þ.s. við vorum bara 4. Það var ákaflega gott að koma heima á bóndadagskvöldi(nóttu) og eiga skúffuköku frá henni Bínu minni og kalda mjólk, það var sárabót því ég fór einn í rúmið. Á laugdardeginum brunaði ég svo í bústaðinn til Lilju&Tóta þar sem afmælisveisla var hjá Lilju. Eftir afmæliskaffið fór Bjartur í pössun hjá Möllu og restin út á vatn sem var frosið. Þar var geyst um á snjósleða, látið draga sig á slöngu aftan í jeppanum og leikið sér að fjarstírðum bensínbíll. Sá fjarstírði fannst mér alveg meiriháttar og Bína skildi ekkert í því hvað ég hafði gaman að keyra honum í endalausa hringi...hef varla hugmynd um það sjálfur, mér fannst það bara svaka stuð =) Svo endaði kvöldið í potti með bjór og varð lítið um svefn þessa helgi sem ég virðist vera að taka út þessa dagana því ekki hef ég verið árrisull það sem af er vikunni.

þriðjudagur, janúar 11, 2005

Ótrúleg mynd

Við skelltum okkur loksins á the Incredibles í vikunni. Ég var afskaplega sáttur við mynda frá upphafi til enda. Það eina sem ég gat sett út á var að þegar henni lauk þá hefði ég alveg viljað stija í 2 tíma í viðbót því mér fannst eins og myndin væri bara rétt að byrja. Það er ekki oft sem ég vonast eftir framhaldi af mynd, en ég vona svo sannarlega að það komi framhald af þessari "ótrúlegu" mynd, sérstaklega þar sem ég er mikill teiknimyndakall =)
Þeir hjá Pixar mega eiga það að þeir kunna að gera "tölvugerðar"-teiknimyndir, enda nota þeir nú makka ;)

miðvikudagur, janúar 05, 2005

iPod jól

Fékk kallinn ekki bara iPod Photo frá sinni heittelskuðu í jólagjöf. Mig hefur dreymt um eitt stykki iPod í þó nokkuð langan tíma en átti nú ekki von á að Bína færi að spandera í svona dýra gjöf, en svona er hún nú góð við kallinn sinn =)
Fékk græjuna í hendurnar í gær og get ekki sagt annað en að ég sé sáttur. Það er frábært að hafa alla tónlist á sér hvert sem maður fer og harðan disk í leiðinni...og það skemmir ekkert að hafa myndir líka til að skoða. Tækið er búið að vera í gangi nánst í allan dag og enn ekki orðinn rafmagnslaus, enda á líftími rafhlöðunnar að vera 15 tímar sem er ágætt.
Tóti var einn í tölvulandi og Logi er einn í Apple landi...held ég sé með Applemania á of háu stigi. Reyni nú að vera ekki of æstur yfir þessu tæki, það er margt annað skemmtilegra þótt þetta sé skemmtilegt dót. En þetta er nú eitt af fáum gæðamerkjum í heiminum og vel virði hverrar...allra krónanna sem vörur þeirra kosta :)

laugardagur, janúar 01, 2005

Nýtt ár gengið í garð

Hátíðirnar hafa verið afskaplega góða, sérstaklega í ljósi þess að ég hef verið heima í orlofi í desember( maður væir nú alveg til í að geta tekið góð frí í desember í framtíðinni, þótt það verði nú líklega sjaldnast á það kosið ). Jólin voru haldin hátíðleg á Burnkavöllunum og var pakkaflóðið full mikið þ.s. við þurfum að opna pakkana hans Bjarts( og hann féll nóg af þeim ). Hann var í svaka stuði fram eftir kvöldi og endurtók leikinn á völlunum á Gamlárskvöldinu í gær. Við vorum frekar spök í gær og fórum bara heim fljótlega uppúr miðnætti. Enda vorum við búin að vera á fullu allan daginn að gera herbergið hans Bjarts tilbúið og flytja tölvuna inní svefnherbergi. Þannig að í nótt svaf kallinn í sínu eigin herbergi og var bara sáttur. Nýársdagurinn hefur einkennst af svefn hjá mæðginum. Þau fóru á fætur kringum 10 í morgun og tóku svo góðan þriggja tíma svefn frá hádegi. Ætli dagurinn verði ekki bara áfram haldinn hátíðlegur heima fyrir í innibuxum og ekki verra að það er nammidagur =)