föstudagur, júní 24, 2005

Bústaður

Farið var í Grímsnesið, nánar tiltekið í Hraunborgir, á sólríkum 17. júní. Verið var með eindæmum gott þann föstudaginn og laugardaginn líka. Bekka&Böddi, Valgeir, Balli og Lilja&Svala komu með og bættist Harpa við á laugardaginn. Á laugardeginum fórum við í Slakka þar sem dýrin voru skoðuð í yndælis veðri. Á sunnudaginn týndist liðið svo heim eftir góða helgarferð, en við krílin vorum eftir. Guðjón&Harpa kíktu í formúlu/grill, en formúlan var nú hálf döpur en grillið heppnaðist hinsvegar mjög vel. Þar var nýsjálensk nautalund sem hafði marinerast í hvítlauk í nokkra daga í aðalhlutverki, en ekki síðri var gráðostasósan. Heilmikil rigning tók við á sunnudeginum en birti þó með kvöldinu þegar létta fór á skýjunum. Helga Björt, Anna og Matthildur komu í heimsókn á þriðjudaginn og var létt stelpnapartý sett af stað á meðan ég fór með Bjart í pottinn og síðan í háttinn, en við kallarnir höfðum mest lítið til málanna að leggja hjá kellunum :) Á miðvikudaginn fórum við að skoða Gullfoss og Geysi, þó það hafi nú verið Gullfoss og Strokkur sem tekinn er við af Geysi gamla. Þá var vind farið að lægja og sólin aftur sýnileg af íseyjunni. Fimmtudaginn fórum við og skoðuðum okkur um á Sólheimum og vorum mjög hrifin af staðnum. Böddi&Bekka komu í heimsókn um kvöldið og komu í grillrest en eitthvað var eftir af nautalundinni sem og gráðostasósunni sem ég átti mjög erfitt með að skilja mig frá. Við Bína fórum svo í pottin og klárum bjórinn sem til var í bústaðnum þannig að svefn var ekki eins mikill og óskast hefði verið fyrir seinustu nótt í bústað, enda vorum við hálf uppgefin þegar við komum heim á föstudeginum =)

Engin ummæli: