miðvikudagur, júní 29, 2005
Megadauða tónleikar
Dave Mustain og félagar voru í heilmiklum rokkfíling þegar þeir stigu á stokk á Nasa á mánudagskvöldið. Ég var nú með blendnar tilfinningar þegar ég heyrði að tónleikarnir væru komnir inná Nasa frá Kaplakrika en það var ekki ekki verra. Drýsill steig fyrst á svið og var gaman að sjá Eirík Hauks taka fram rokkröddina, þó ég þekki nú ekki til þessarar sveitar frá fyrri tíð. Þegar Dave loksins lét sjá sig með Megadeth á svið var nokkuð ólýsanleg tilfinning, enda hef ég verið aðdáandi hans í þónokkur ár, eða það er tónlistarhæfileikum hans en annað í hans lífi er kannski mis gáfulegt. Það var frábært að fá þá á svona "lítinn" stað þ.s. manni leið næstum eins og að bandið væri að spila bara fyrir mig á köflum. Þótt að Megadeth menn hafi ekki verið með neina sýningu eða að hafa fyrir einhverjum tilþrifum eða klæðaburði skipti það engu þar sem tónlistin var svo mögnuð og spilamennskan nánast óaðfinnanleg. Eftir tónleikana var maður hálf orðlaus og átti ekki nógu góð orð til að lýsa upplifuninni, en þetta var "helvítis" rokk sem vel var virði að vera með hellu á öðru eyra út næstu viku =)
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli