fimmtudagur, júlí 29, 2004

Rokktónleikar

Kíkti á rokkveislu á Grandrokk í gær ásamt Dr. Ponk. Ókind átti fyrsta leik sem nokkuð þéttur og tóku þeir góða spretti, en voru helst til lengi á sviðinu og hefðu mátt sleppa 2-3 lögum. Næsir voru Amos og við upphaf leika virstist vera von á Darkness á sviðið, og aldrei að vita nema Amos verði heilmikið band í framtíðinni. Atómstöðin steig svo á svið og kláraði dæmið með ágætum. Sérstaklega hafði ég gaman að "Too many puppies" og "Ace of Spades" coverlögunum hjá þeim. Síðan voru gömul og góð í bland við ný enskumælandi lög sem ég var að heyra í fyrsta skipti. Þarna bar ég líka augum bassatrommuskinnið, bolinn og nýja diskinn en maður gerir stundum eitthvað fyrir strákana þegar þeir biðja um það =)

sunnudagur, júlí 18, 2004

Brúðkaup

Helgin hefur einkennst af ákaflega góðu veðri. Á föstudaignn skruppum við skötuhjúin í tívolíið hjá Smáralind. Fórum í parísarhjólið og bollana og gott ef ferðin í þeim var ekki hraðari en í fyrra, en aldurinn(foreldratitillinn), farinn að segja til sín því ég var ákaflega slappur eftir allan snúninginn.
Á laugardaginn fór svo fram brúkaup Gústa&Ösju á ættaróðali nýbakað bónda að Kaldárhöfða. Athöfnin fór fram í litlum garði sem var í fullum blóma í góðu veðri. Brúðarterta var svo borin fram í tjaldi fyrir ofan bæinn og var umhverfið alveg meiriháttar. Sólin læddist á bakvið ský á meðan á athöfninni stóð, sem margur þáðu þar sem hitinn var helst til mikill yfir hádaginn. Um leið og hjónin voru gefin saman og sýslumanni kom sólin fram og baðaði nýgift hjónin í geislum sínu. Síðar var svo borinn fram grillmatur og áttu sumir í mestum erfiðleikum að hætta að borða, því maturinn var góður, en pláss hjá mönnum var ekki nægilegt þannig að hægt og rólega dró úr matarferðum. Þetta var æðissleg athöfn og voru allir ákaflega ánægðir með daginn og óskum við nýgiftum hjónum aftur innilega til hamingju og baráttukveðjur þegar erfinginn lætur sjá sig eftir nokkrar vikur =)

sunnudagur, júlí 04, 2004

Foreldrafríið búið

Er minn ekki bara orðin pabbi og alsæll með litla kútinn sinn. Drengurinn byrjaði að gera vart við komu föstudaginn 4. júní, og mætti svo á svæðið tíu mínútur yfir tólf 5. júní 2004. Allt gekk að óskum og vorum við komin heim samdægurs þar sem ömmur, afar og aðrir fjölskyldumeðlimir kíktu við næstu daga og síðan fengu vinir að koma þegar að brjóstamjólkin var komin. Litli kallinn dafnar vel og kann ákaflega vel við lífið og tilveruna hjá foreldrum sínum. Á morgun verður hann 1 mánaða gamall og einnig er þá lokið mánaðar fríi sem ég er búinn að njóta með mæðginunum. Haldið verður áfram með fæðingarorlof í jólamánuði og næsta sumar þegar kallinn er farinn að verða fær í flestan sjó. Lífið heima er bara yndislegt og hafa nýbakaðir foreldrar það mjög gott enn þar sem drengurinn er mjög svefngjarn og vær og vonumst við foreldrar hans að það haldist sem lengst. Eftir viku verður hann svo skírður og þá loksins getum við hætt að passa okkur að missa ekki út nafnið hans í viðurvist annara.