fimmtudagur, júlí 29, 2004

Rokktónleikar

Kíkti á rokkveislu á Grandrokk í gær ásamt Dr. Ponk. Ókind átti fyrsta leik sem nokkuð þéttur og tóku þeir góða spretti, en voru helst til lengi á sviðinu og hefðu mátt sleppa 2-3 lögum. Næsir voru Amos og við upphaf leika virstist vera von á Darkness á sviðið, og aldrei að vita nema Amos verði heilmikið band í framtíðinni. Atómstöðin steig svo á svið og kláraði dæmið með ágætum. Sérstaklega hafði ég gaman að "Too many puppies" og "Ace of Spades" coverlögunum hjá þeim. Síðan voru gömul og góð í bland við ný enskumælandi lög sem ég var að heyra í fyrsta skipti. Þarna bar ég líka augum bassatrommuskinnið, bolinn og nýja diskinn en maður gerir stundum eitthvað fyrir strákana þegar þeir biðja um það =)

Engin ummæli: