fimmtudagur, ágúst 19, 2004

Asian express

Hitabylgjan búin að steikja landið og nú er loksins að verða komið vinnuveður aftur. Kallinn hann ég hef verið duglegur að mæta snemma á morgnanna og farið í kjölfarið snemma heim úr vinnu sem hefur haft sína kosti að komast snemma heim til fjölskyldunnar, en kvöldin verða svoldið erfið uppúr 11 á kvöldin :)
Var í bæjarferð og kom ekki heim fyrr en um kvöldmatarleitið þannig að ég pikkaði upp tvo Súmmó á Asian Express sem ég mæli hiklaust með. Finnst Asískur matur ákaflega skemmtilegur og þessi staður er mjög góður og á sanngjörnu verði fyrir þá sem eru á ferðinni í miðbæ Hafnarfjarðar.

Engin ummæli: