fimmtudagur, desember 25, 2014

Jólapartý


Jói & Hemmý og co voru "heima" hjá sér í Reykjavík um jólin og því var safnast saman á höfuðborgarsvæðinu þessi jólin. Það voru nokkrir hittingar og jólapartý sem voru haldin...gaman að hitta alla og langt síðan allur "hópurinn" hefur verið saman...góðar minningar og gaman að ná jólapartýi =)

laugardagur, desember 20, 2014

Jóla, jóla...bjór


Á hverju ári fæ ég bjór-jóladagatal sem mér þykir óskaplega vænt um. Bína er alltaf jafn elskuleg að útbúa þetta handa mér og ég er alltaf jafn þakklátur...á hverjum degi =)

föstudagur, desember 19, 2014

Sindri 4 ára


Lillinn á heimilinu orðinn 4 ára. Hann fær svo að finna fyrir því að vera minnstur á heimilinu...foreldrarnir ekkert allt of stressaðir og stóru gera flest allt fyrir hann =)

Ekki slæmt að fá að skreyta jólatréið líka á afmælisdaginn...það er orðin hefð í fjölskyldunni =)

miðvikudagur, desember 17, 2014

Jólatréið fundið


Við fórum nú ekki lengra en í björgunarsveitina til að finna okkur jólatré í ár...eins og reyndar oftast...þó ég sé nú alltaf að spá í að fara í ferð aftur og höggva...kannski næstu jól ;)

Allir hjálpuðust svo við að koma tréinu inni bíl og heim...þar sem það fékk aðeins að liggja út á svölum þar til það fór svo í sturtu.

Brjóstsykursgerð


Í vinnunni í dag var boðið uppá brjóstsykursgerð sem var heldur en ekki spennandi hjá smáfólkinu...og þeim sem stærri voru og höfðu jafnvel aldrei gert það...eins og ég =)

þriðjudagur, desember 16, 2014

Tilbúinn í snjóbyl


Það er eitthvað svo skemmtilegt við það að klæða sig upp í kuldagallann, setja upp snjógleraugun og fara út í hríðarbyl =)

laugardagur, desember 13, 2014

Spríklað í Grifjunni


Vinkonuhópurinn leigði "Grifjuna" í Bjarkarhúsinu og þar söfnuðust allar fjölskyldur þeirra saman...nóg af fólki og heilmikil skemmtun og hittast öll og "spíkla", spjalla og borða svo saman á staðnum =)

fimmtudagur, desember 11, 2014

Allir í bíó


Fjölskyldan fór í bíó og þar með fyrsta skipti sem allir fara saman í bíó =)

Vinnustaða"hrekkur"


Þetta blasti við einum góðum þegar hann mætti til vinnu í morgun...það sem var fyndnast að það var ekki leynivinur hans sem gerði þetta...heldur sá sem hann var með og hann var að hefna sín fyrir gjöf sem hann var ekki sáttur við =)

þriðjudagur, desember 09, 2014

mánudagur, desember 08, 2014

Sunna ballerína


Enn ein jóla-balletsýningin hjá Sunnu. Það er orðin hluti af jólunum að fá að horfa á balletsýningu hjá henni og hún er alltaf jafn dugleg og gaman að horfa hvað hún passar vel inní ballerínuhlutverkið =)

sunnudagur, desember 07, 2014

Sleðaferðir


Það er ávallt svo gaman þegar að nóg er af snjó og hægt að skella sér út að renna á sleða. Mikill kostur að hafa góðan stað til að renna eins og á Víðistaðatúni þar sem ekkert er í vegi fyrir sleðum á fleygiferð...nema kannski aðrir sleðafarar...enda er yfirleitt alltaf nóg af (smá)fólki sem fer að renna á hverjum degi þar =)

Merkilegt hvað einn stígatsleði, 2 diskar og 3 rassaþotur duga lengi ;)

föstudagur, desember 05, 2014

Stjörnuljós á svölunum


Fundum gömul stjörnuljós frá því fyrra inní búri og þá var um að gera að skella sér út í snjóinn, kuldann og myrkrið á svölunum og kveikja í þeim...þegar maður er 3ja ára að verða 4ra þá er þetta frekar spennandi...og líka fyrir eldri =)

Krakkajólakertastjakaflóð


Bína tók saman alla kertastjakana sem að krakkarnir hafa málað í gegnum árin og setti saman á bakka út í glugga. Sérstaklega skemmtilegt að hafa marga saman og koma svona líka vel út =)

miðvikudagur, desember 03, 2014

Fjölskyldu-Jóladagatalið 2015


Jóladagatal fjöskyldunnar þetta árið kom frá hugmynd sem Bína fann á netinu og sérstaklega skemmtielgt að það er hægt að bæta við hanan á hverju ári og breyta. Fullt af fígurum, fjöllum, trjám og hlutum sem síðan er hægt að setja inní =)