mánudagur, janúar 28, 2008

Málningarhelgi

Eftir upphringingu á föstudagsmorguninn sem lýsti óspennandi lífreysnlu á leikskólanum eru allir að ná sér á strik. Ég slapp við að vera viðstaddur þannig að ég fékk bara vægt sjokk m.v. Bínu sem var á staðnum. Á laugardaginn "drattaðist" ég loks til að mála "hjónaherbergið". Reyndar erum við Bína ekki enn hjón...og "hjónaherbergið" er þar að auki litla 6fm barnaherbergið... en það er efni í margar spennandi færslur sem birtast hér á næstu vikum...bíddu spennt(ur)!

En herbergið kemur bara vel út með "blautan sand" á veggjunum ;)

P.s nýjar myndir komu um daginn og einnig nokkur video.

miðvikudagur, janúar 23, 2008

Fékk póst um daginn um hvernig á að greina heilablæðinu(Slag)

1.Biðja manneskjuna að HLÆJA
2.Biðja manneskjuna að LYFTA BÁÐUM HANDLEGGJUM
3.Biðja manneskjuna að SEGJA EINA EINFALDA SETNINGU
(sem er í samhengi) ( t.d. ...Sólin skín í dag).

Ef viðkomandi á í erfiðleikum með eitthvert þessara atriða -
hringið þá strax í neyðarnúmerið 112 og lýsið einkennunum.

Ekkert að því að hafa svona upplýsingar við höndina þannig að ég sendi mér eftirfarandi sem SMS:

Heilablæðing?

1.HLÆJA
2.LYFTA BÁÐUM HANDLEGGJUM
3.SEGJA EINA EINFALDA SETNINGU

Gat ekki eitth. 112

miðvikudagur, janúar 16, 2008

Bjartur fær gleraugu

Bjartur fór til augnlæknis í dag eftir að kom í ljós í þriggja og hálfs árs skoðuninni að hann notaði annað augað lítið. Niðurstaðan er að hann er með latt auga og gæti þurft að láta líma yfir það í smá tíma með lepp. Einnig er hann fjarsýnn og verður því að fá gleraugu. Hann er ekki alveg sáttur við þessa breytingu þannig að við verðum að reyna að finna leið til að gera þetta meira spennandi fyrir honum ;)

Átti nú alveg von á að hann fengi gleraugu en þá vegna nærsýni sem hann hefði erft frá okkur. Einnig kom þetta að óvart því hann er afskaplega duglegur að teikna og klippa. Stundum vill hann sitja nálægt sjónvarpinu( þótt hann fái það ekki ) þannig að ekkert hefur bent til þess að hann væri fjarsýnn.

Annars er janúar undirlagður í læknaheimsóknum, viðhaldseftirlitið á Bjarti ;)