mánudagur, desember 31, 2012
Annáll 2012
Árið átti að nýta til að pússa okkur saman. Þetta hefur verið erfið fæðing en þegar Bína stakk uppá að ná okkur í hlaupársdaginn á árinu og halda uppá það á 4 ára fresti var ég strax hrifinn af þeirri hugmynd. Þannig að við stungum af í brauðkaupsferð til Kaupmannahafnar án þess að nokkur vissi af.
Síðan tókst okkur að halda giftingarpartý undir lok árs til að fagna þessu með vinum & vandamönnum =)
Ekki seinna vænna að koma þessu frá nú er bara að sjá hvað næstu 10 ár bera í skauti sér.
Bjartur byrjaði árið í karate sem hann gafst nú uppá áður en að kom að annari gráðun. Orðinn 8 ára og veit fátt skemmtilegra heldur en að fá að leika sér í tölvu og safna síðu hári ;)
Sunna 6 ára kláraði leikskólann og átti eftirminnilegum leik sem Þyrniblóm. Síðan byrjaði hún í grunnskóla og ekki slæmt að eiga stóran bróður til að fara samferða í skólann.
Dagný er alltaf saman skemmtunin og aldrei lognmolla yfir lífinu í kringum hana. Þegar maður er orðin 4 ára er maður yfirleitt með svörin við öllu. Hún er dugleg að æfa sig í 2ja ára gutti sem er algjör bílakall, einstaklega uppátækjasamur og vill alltaf ráða…enda ekki annað hægt með 3 eldri systkin.
Sumarið var hefðbundið þar sem við skelltum okkur austur…en kannski óhefðbundið var að það var þokkalegt veður fyrir austan. Reyndar var leiðindaveður þegar Lunga var en fyrir og eftir vorum við í góðu veðri sem hefur ekki gerst í mörg ár.
Annars er alltaf mikið að gera á stóru heimili með mikið að ungum börnum. Nú eru búin að vera bleyjubörn á þessu heimili í 8 ár og við sjáum framá að verða jafnvel bleyjulaust heimili á komandi ári =)
Ég skipti óvænt um vinnu á árinu. Átti mjög góðan tíma hjá Landsbankanum og fannst ég stoppa allt of stutt þar. En Hugsmiðjan tók vel á móti mér og mér líst rosalega vel á nýju fjölskylduna mína á Snorrabraut 56.
Jólin komu allt of fljótt eins og alltaf og veikindi hafa aðeins verið að flækjast fyrir okkur yfir hátíðirnar. En Bína er alltaf jafn góð að hugsa um mig og fjölskylduna og var þetta góður tími eins og alltaf. Enduðum svo árið hjá Möllu&Þresti & co. þar sem var slegið upp dýrindis veislu og árið kvatt með dansi & söng.
miðvikudagur, desember 19, 2012
Sindri 2ja ára
Litli herramaðurinn orðinn 2ja ára. Það er eitthvað svo stutt síðan hann kom og hefur bara lífgað uppá þennan hóp.
sunnudagur, desember 02, 2012
Brúðkaupspartý
Eftir að við giftum okkur á laun fyrr í ár þá áttum við alltaf eftir að halda smá partý til að fagna þessu almennilega með vinum & vandamönnum.
Það tókst að skella í partý 27. október og má finna ýmsilegt því tengt á brúðkaupspartýsíðunni sem að við notuðum til sem bjoða & safna saman skráningum. Nú má þar finna myndir úr partýinu og einnig loforðin sem okkur voru gefin í góðum leik í veislunni ;)
Þetta var frábært kvöld og æðislegt að eiga það með góðu fólki, takk allir sem mættu og þið öll hin líka sem komust ekki eða var ekki boðið =)
Jóladagatal Krílanna 2012
Desember er genginn í garð. Það var ýmislegt sem átti að vera búið að gera áður en hann kæmi...en enginn skaði þó það ég hafi ekki verið tilbúinn með allt. Bína er í það minnsta með þetta allt undir "control" =)
Ég er kominn með mitt dagatal og fjölskyldudagatalið var það fyrsta sem var gert í byrjun mánaðar eins og hún hefur passað að hafi verið komið upp síðustu tvö ár jafnframt því að setja saman dagatal fyrir mig.
Ég tók nú lítinn þátt í þessari snilld en hafði ofan af fyrir Sindra sem veit ekkert skemmtilegra en að rannsaka heiminn og böðlast með allt sem hann finnur. Stærri krakkarnir voru öll mjög dugleg að hjálpa til og frábært að fylgjast með þessu fæðast hjá þeim í sameiningu þar sem að Bína fékk þau í lið með sér að skapa þetta...æðislegt fólk sem ég hef í kringum mig.
Nú er spennandi að sjá í byrjun hvers dags hvað dagatalið segir og oftar en ekki eitthvað sem allir taka þátt í og verður hin mesta skemmtun úr =)
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)