þriðjudagur, september 25, 2012

Skipulagsdagur


Einn af 6 skipulagsdögum í Hafnarfirði var í dag. Það hentar ekkert sérstaklega vel að eiga leikskólakennara þegar að hún getur aldrei verið heima þegar þessir dagar koma upp ;)
En á móti verð ég að taka mér frí og það er ekki leiðinlegt að skella sér í sund með þessu liði í haustsólinni og stússast um bæinn. Bjartur hafði reyndar engan áhuga enda er hans líf farið að færa æ meira í Minecraft með hverjum deginum. Nokkuð magnað hvað hann er klár í þessum leik og þeir fá oft að vera 2-3 að spila saman heima þannig að skiljanlega er það meira spennandi en margt annað ;)
Ég, Sunna, Dagný & Sindri skellum okkur í sund og veðrið var einstaklega gott þar sem við lágum í sólinni í "gömlu" Kópavogslauginni í góðan tíma og allir voru sáttir þó að yngstu (sérstaklega Sindri) væru orðin þreytt...enda tóku þau góðan lúr í bílnum á meðan ég og Sunna stússuðumst smá.
Þau vöknuðu svo tímanlega til að kíkja með í nýju vinnuna og síðan var farið í ísbúð á leiðinni heim sem er aldrei leiðinlegt.
Myndina tók Bína af stelpunum einhvern af síðustu morgnum, hún er bara svo skemmtileg að ég var að nota hana =)

Engin ummæli: