sunnudagur, september 29, 2013

Veiðileysa

Áttum skemmtileg helgi með skemmtilegu fólki þegar við fórum á Veiðileysu. Komum í niðamyrkri og snjókomu og ótrúlega skemmtilegt að sjá fjörðinn hvítann um morguninn. Bílferð á laugardeginum þar sem við fórum um svæðið og enduðum í sundi í Krossneslaug í frábæru veðri þar sem útsýnið var stórkostlegt.
Það var mikið étið eins og venjan er í svona ferðum og fór enginn svangur heim ;) Ég náði mér líka í góðan svefn svona þrátt fyrir að hafa næstum fryst aðra í herberginu með því að opna gluggann fyrir svefninn. Hlegið og keyrt og í alla staði frábær ferð og nokkrar myndir í september albúminu =)

laugardagur, september 14, 2013

Óvissuferð Bóner 2013

Við erum búin að vera upptekin í mörgu öðru en að skipuleggja óvissuferð og ekki einna vænnan en að skella henni á þó það hafi verið ári of seint. Ekkert var nú sérstaklega mikið um óvissu og aðal málið (fyrir mér) að hitta þetta fólk án barna og með mökum sem er allt of sjaldan ;)
Pizzugerð, leikir, spil, út að leika, leigubílaferðir, út að borða og áfengisdrykkja...og sumir náðu að halda svo lengi að enda á balli. Fínasti dagur með góðu fólki =)