sunnudagur, september 29, 2013

Veiðileysa

Áttum skemmtileg helgi með skemmtilegu fólki þegar við fórum á Veiðileysu. Komum í niðamyrkri og snjókomu og ótrúlega skemmtilegt að sjá fjörðinn hvítann um morguninn. Bílferð á laugardeginum þar sem við fórum um svæðið og enduðum í sundi í Krossneslaug í frábæru veðri þar sem útsýnið var stórkostlegt.
Það var mikið étið eins og venjan er í svona ferðum og fór enginn svangur heim ;) Ég náði mér líka í góðan svefn svona þrátt fyrir að hafa næstum fryst aðra í herberginu með því að opna gluggann fyrir svefninn. Hlegið og keyrt og í alla staði frábær ferð og nokkrar myndir í september albúminu =)

Engin ummæli: