föstudagur, apríl 25, 2014

Sárlasið, svikið & svekkt fólk sem engu ræður


S&S voru úrskurðuð með streptókokka í dag. Þeir hafa eitthvað verið að stríða okkur undanfarið og þau vissu að YoYo ís var í nágrenninu þegar við fórum á Domus Medica. Þannig að þau voru staðráðin í því að þau fengju ís...sérstaklega þegar búið var að dæma þau veik og þurfa að fá meðal...þá ættu þau nú ís inni bara fyrir að hafa farið svona veik í bíl.
Þau voru ekki jafn sátt þegar í ljós kom að ísbúiðin var ekki búin að opna snemma á föstudagsmorgni...í mótmælaskyni var sest niður í fýlu og ákveðið að sýna vanþóknun sína á því að engan ís var að fá =)

mánudagur, apríl 21, 2014

Páskar með Helgömmu


Það var afskaplega notalegt að hafa Helgömmu í heimsókn um páskana og krakkarnir ekki leiðir að hafa hana hjá sér frá morgni til kvölds.
Loksins voru egg lituð...gott ef það var ekki gert síðast með henni líka =)
Heimsóknir, leikir og gönguferðir og síðan voru allt í einu páskanir búnir og hún farin...allir náðu að halda sér nokkuð vel á flugvellinum og enginn neitt of illa grátinn eftir að kveðja hana ;)

fimmtudagur, apríl 17, 2014

Spil móti mannkyni


Cards Against Humanity er óþægilega skemmtielgt spil sem ég mæli eindregið með.
Það var skellt í prentun á góðan pappír í vinnunni og síðan tók smá tíma hjá mér & Bínu að klippa eitt kvöldið...alveg skemmtilegt hjá þeim að bjóða uppá það...en ég held ég mæli nú samt bara með því að kaupa þetta út í búð...þó það sé nálægt 10þ kallinum í Nexus þá er það alveg tímans virði ;)
En við fórum með heimagerða spjölin með okkur í matarboð í kvöld og það kemur alltaf nóg af skemmtilegum samsetningum fram sem kæta =)

þriðjudagur, apríl 15, 2014

Fjölskyldupáskabingó


Skruppum og keyptum ýmis verðlaun, buðum fjölskyldunni mín megin og krakkarnir stjórnuðu bingóleikjum. Þetta varð fínasta skemmtun þó svo að ekki hafi náðst að taka eitt varúlfaspil sem var búið að stinga uppá.
Bjartur fékk svo klippingu þar sem að Helgamma var á staðnum og þá mátti "snyrta" =)

laugardagur, apríl 12, 2014

Fjölskyldan í fiskabúrinu


Það er ekki á hverjum degi sem að öll systkinin eru saman komin...svona þegar ég tel mig með...og Dagur sendi staðgengil í sinn stað ;)
En það var annars raunin þegar við hittumst hjá Jóhanni&Hemmý og endaði fjölskyldan í Fiskabúrinu eftir að krakkarnir fóru að reka alla þar inn =)

Dagný hélt svo smá sýningu þar sem hún klæddi sig í mótorhjólagallann hans Snorra og minnti einna helst á ET.

Eftir þetta var síðan farið í ísbúðina þar sem asískir túristar misstu sig í að ljósmynda krakkana að borða ís...veit ekki hvað var svona merkilegt, að þau væru að fá sér ís í kuldanum...eða hvað það var?

miðvikudagur, apríl 09, 2014

Bingódagurinn mikli


Það var vel pakkað í Víðistaðaskóla þegar að páskabingóið var haldið í dag. Bjartur, Sunan & Dagný voru með í för og fundum við okkur pláss í glugganum. Það var mikill hiti & spenna í spilurum og ekki langt frá því að vera eins og á bestu rokktónleikum þegar að spurt var reglulega hvort ætti að spila eina tölu í viðbót =)
Það tókst að koma öllum verðlaunum út á endanum og við rétt komumst heim til að leggja af stað í páskabingó Skátanna seinnipartinn, þannig að þetta var sannarlega bingódagurinn mikli =)

sunnudagur, apríl 06, 2014

Svala frænka fermd


Finnst merkilega stutt síðan að ég kynntist Svölu Birnu þegar ég hitti Bínu. Hún fermdist í dag og Bjartur var í réttum litum við hliðina á stóru frænku sinni =)