laugardagur, apríl 12, 2014

Fjölskyldan í fiskabúrinu


Það er ekki á hverjum degi sem að öll systkinin eru saman komin...svona þegar ég tel mig með...og Dagur sendi staðgengil í sinn stað ;)
En það var annars raunin þegar við hittumst hjá Jóhanni&Hemmý og endaði fjölskyldan í Fiskabúrinu eftir að krakkarnir fóru að reka alla þar inn =)

Dagný hélt svo smá sýningu þar sem hún klæddi sig í mótorhjólagallann hans Snorra og minnti einna helst á ET.

Eftir þetta var síðan farið í ísbúðina þar sem asískir túristar misstu sig í að ljósmynda krakkana að borða ís...veit ekki hvað var svona merkilegt, að þau væru að fá sér ís í kuldanum...eða hvað það var?

Engin ummæli: