föstudagur, apríl 25, 2014

Sárlasið, svikið & svekkt fólk sem engu ræður


S&S voru úrskurðuð með streptókokka í dag. Þeir hafa eitthvað verið að stríða okkur undanfarið og þau vissu að YoYo ís var í nágrenninu þegar við fórum á Domus Medica. Þannig að þau voru staðráðin í því að þau fengju ís...sérstaklega þegar búið var að dæma þau veik og þurfa að fá meðal...þá ættu þau nú ís inni bara fyrir að hafa farið svona veik í bíl.
Þau voru ekki jafn sátt þegar í ljós kom að ísbúiðin var ekki búin að opna snemma á föstudagsmorgni...í mótmælaskyni var sest niður í fýlu og ákveðið að sýna vanþóknun sína á því að engan ís var að fá =)

Engin ummæli: