sunnudagur, september 17, 2006

Gamall draumur rætist

Var að skoða gegnum gamalt "drasl" frá því á menntaskólaárunum. Aðallega var ég nú að rifa upp SHAPE tímann og rakst á eitt og annað skemmtilegt. Þar á meðal eftirfarandi blaðagrein og myndina sem hér fylgir: Gamall draumur rætist Egilsstöðum - Þessar tvær gínur á myndinni eiga það sameiginlegt að íklæðast fötum frá versluninni Okkar á milli á Egilsstöðum. Ekkert fleira er þeim sameiginlegt því önnur er manneskja en hin er bara venjuleg gína. Af sérstökum áhuga falaðist þessi ungi maður eftir því að fá að "leika" eða "vera" útstillingargína fyrir ofangreinda verslun. Hann heitir Logi Helguson og sagði að hann hefði átt þann draum sem lítill strákur og sýna föt. Hvort þetta uppfyllir sýningarþörfina er ekki vitað en a.m.k. hefur gamall draumur Loga orðið að veruleika. Man ég eftir því þegar ég sat inná Kaupfélagssjoppunni og horfði yfir á Okkar á milli þ.s. gína stóð fyrir utan innganginn. Fékk ég þá snilldarhugmynd að það gæti verið mjög fyndið að "leika" gínu og bregða svo fólki þegar það kæmi upp að versluninni. Vitir menn, eigendur verslunarinnar voru alveg til í þetta. Það var afskaplega gaman að því að bjóða fólk velkomið þegar það kom upp tröppurnar en flestir voru nú bara að virða fyrir sér fötin á gínunni sem stóð þarna og átti síst von á því að hún myndi tala eða hreyfa sig. Enginn fór nú illa út úr þessum saklausu hrekkjum mínum og fékk ég nærbuxurnar að launaum ;)

Big date