föstudagur, nóvember 30, 2012

Jóladagatal Loga 2012


Það er gott að vera vel giftur og ég til mig svo sannarlega vera það. Gott að sjá að það hefur engu breytt fyrir þó að við séum nú gift, Bína passar uppá mig eins og áður um jólin.
Ég var alveg sérstaklega á nálum yfir þessu og daglega að spyrja Bínu hvenær hún ætlaði að fara að kaupa í dagatalið sem endaði á því að hún viðkenndi að hún væri löngu búin að þessu til róa mig =)
Hún kann líka að matreiða þetta...innpakkað í svart með rauðum hjörtum, þetta lúkka alveg og innihaldið heldur mér spenntum í 24 daga ;)

föstudagur, nóvember 23, 2012

Skipulagsdagur


Það er afskaplega gott að verða að taka sér frí til að sjá um krakkana þegar það eru sameiginlegir skipulagsdagar í leik- & grunnskólun Hafnarfjarðar eins og var í dag. Þó þeir séu vissulega full margir yfir árið þá er alltaf gaman að eiga auka dag sem er hægt að skipuleggja með þessu yndislega fólki þó svo þeir séu teknir launalausir ;)
Sindri svaf nú nokkuð lengi miðað við undanfarið en hann hefur tekið uppá því að vakna fyrir allar aldir og ekkert farið leynt með það að hann sé kominn á lappir og vilji fá einhvern til að taka sig úr rimlarúminu. En í morgun svaf hann aðeins lengur og þegar búið var að koma einhverju ofan í alla og klæða þá héldum við út í bílinn.
Fyrst var ferðinni heitið í Þjóðleikhúsið þar sem við hittum Hall afa og fengum að skottast út um allt leikhús. Leikmyndin af Dýrunum í Hálsaskógi var ekki á sviðinu en þegar hún var fundin í hliðarsal þá var nú ekki leiðinlegt að fá að príla og hlaupa eins og hamstur í bakarahjólinu, sjá hvar Lilli fór uppí tré, skoða kökurnar og bara fá smá tilfinningu fyrir þessu öllu saman. Það er alltaf mikill spenningur að fá að ráfa um í leikhúsinu hjá Halli afa og það eina slæma er það þurfa fara en Sindri var orðinn eirðarlaus af þreytu eftir langa heimsókn og þurfi nauðsynlega að fá smá lúr.
Eftir smá bíltúr hann var dottinn og við fórum niðrí vinnuna þar sem Bjartur hafði aldrei komið þangað. Þar nældum við okkur í snúða og kókómjólk og hittum hundinn Skellu sem var í heimsókn. YoYo ís var næsti viðkomustaður enda í næsta húsi þannig að það var upplagt að ná smá hádegisís áður en haldið var í sund.
Sindri vaknaði þegar við héldum af stað eftir ísinn og fékk góðan skammt af snúðum á leiðinni til að vera tilbúinn í sundferð.
Ásvallalaugin er alltaf þægileg þegar kuldinn er kominn og erfitt að vera úti þegar við erum ekki með gott fitulag til að verja okkur. Dagný hitti vinkonu sína og skemmtu allir sér konunglega að renna í rennibrautinni og endaði ég á að gefast upp erftir þónokkrar ferðir. Sindra fannst ekki leiðinlegt að fá að renna með pabba og fékk líka að taka ferðir með Bjarti og Sunnu sem þau höfðu jafnvel meira gaman af. Þegar tókst að komu öllum í gegnum sturtu og í föt pulsuðum við okkur upp og héldum heim =)
Það eru nokkrir skipulagsdagar eftir fram að sumari og verða vonandi allir jafn góðir og þessi =)

fimmtudagur, nóvember 08, 2012

GoKart


Ég & Bjözzi skelltum okkur í GoKart og hann hafði betur. Það eru komnar nokkrar ferðir í ár og það er bókað að það verður amk ein til viðbótar og vonandi verða þær jafn margar á næsta ári =)
Það var ungt par með okkur í þessari ferð og hafði það smá áhrif. Bjözzi var fastur á eftir honum á meðan ég var á bremsulitlum kagga fastur á eftir henni. Fékk að finna vel fyrir böttunum á meðan ég var að læra á bremsurnar og síðan var ég í mesta basli að komast frammúr en náði aldrei að ná þeim.

Bestu tímar:
Bjözzi: 41.97
Logi: 42.95