sunnudagur, október 31, 2004

Vegamót og leikhús

Starfamannafélag í vinnunni ákvað að fara á Vodkakúrinn með Helgu Brögu og Steini Ármanni um daginn. Við skelltum okkur á Vegamót út að borða, í annað skipti í mánuðinum eftir mjög mikla ánægu með fyrri ferðina. Við vorum ekki svikin, prufuðum bæði nýja rétti og vorum södd og sæl þegar við gegnum út af staðnum. Síðan var haldið á sýninguna sem okkur fannst þegar upp var staðið fín, ekkert meistaraverk en við höfðum mjög gaman af persónum og leikendum :) Helga Braga stóð fyrir sínu og persónur Steins Ármanns voru mjög góðar á köflum þannig að við vorum sátt við kvöldið :)

fimmtudagur, október 14, 2004

Út að borða

Í gær kíktum við á Vegamót ásamt Berglindi, Matthildi, Eyrúnu&Jobba og Helgu&Ingabirni. Ég var nú ekki alveg viss hvort ég nennti að fara, ekki mikill áhugamaður um reykmenningu miðbæjarins og í seinustu(einu) skipti sem ég hef borðað áður á Vegamótum hafði ég ekki verið hrifinn, en það eru nú 3-4 ár síðan. Við fengum sæti fyrir innan barinn þannig að engin voru reykjarfíflin á ferð. Matseðill hafði gildnað heilmikið síðan ég kom þarna seinast, mig minnir að þá hafi verið 10 réttir en höfðu þeir margfaldast með árafjöldanum sem liðinn var frá því ég kom þangað seinast. Margt var grinilegt á matseðilinum og ekki var maturinn síðri fyrir augað þegar hann var kominn á borð og enn betri í maga. Við skötuhjúin vorum ákaflega hrifin af staðnum og sjáum framá að þurfa að kíkja þangað aftur við fyrsta tækifæri, en þegar að stubbasjúgarar létu sjá sig á næsta borði var tekið á rás út í ferska loftið =)

laugardagur, október 02, 2004

Fjörðurinn góði

Kíktum í nokkra daga austur fyrir mánaðarmót og gistum á hótel Mömmu á Seyðis. Það er nú alltaf gott að koma heim í fjörðinn og ganga um bæinn og muna hvernig var að vera lítill á ferð og flugi. Merkilegt hvað allt virðist hafa minnkað með tímanum...eða bara ég sem hef stækkað. En þrátt fyrir það er staðurinn alltaf frábær, jafnvel þótt við komum í grenjandi rigningu. Einhverntíman hafði maður hugsað sér að flytja aftur í fjörðinn, en í dag er ekki viss um það sé neitt að fara að gerast. Bæði atvinnulega séð og félagslega þar sem flestir vinir okkar eru staddir á höfuðborgarsvæðinu og ekki fer maður nú að eignast nýja vini á gamalsaldri =) En það virðist sem að bærinn hefur átt það betra þegar að nokkrir stórir vinnustaðir voru enn til staðar. Það er erfitt að reka úti smá"stór"bæ sem hefur ekki stóra vinnustaði sem þjónusta byggist í kringum. En Seyðfirðingar státa nú ekki bara af einum fallegasta bæ landins heldur hafa þeir líka löglegan handboltavöll =) Það er vonandi að þeir sem á staðnum eru og sem þangað mun flytja verða duglegir að byggja bæinn upp og halda honum við og hef ég ekki trú á öðru. Á ekki von á því að þetta verði bara sumarbústaðaland, en þó hef ég heyrt af einum innfæddum sem segist ætla að slökkva ljósin á staðin ef allt fer til fj...
En eins og sést en alltaf mikið að gera, og þegar mikið er að gera hefur maður engann tíma til að skrásetja það...svo loksins þegar maður sest niður og skráir, þá man maður ekki nokkurn sapaðan hlut =)